Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 149
EIMREIÐIN
Meðal rósa.
í stofunni minni litlu angar IoftiÖ af rósailm. Á borðinu hjá mér við
austurgluggann standa þaer, rósirnar ungu, eins og ástúðlegir vinir með
hreinan svip og skær augu. Hvítar og rauðar, gular, purpuralitar og
bleikar krónur baða sig í geislum sólarinnar, sem falia inn um austur-
gluggann frá morgni til miðdegis. Snemma í morgun hafði hvít og grönn
hönd vökvað þær, og enn glitra einstaka daggardropar í bikurunum,
eins og demantar á dúnmjúkum brjóstum.
Vetur! Þú sem kemur með fangið fult af fjúkí og kulda! Láftu þessar
Yndislegu rósir ósnortnar, svo að stofan mín sé jafnan aðsetur unaðar
og fegurðar. Qjafir þeirra geta orkað meira en alt gull veraldar. Hvíta
rósin þarna ber blæ sakleysis og hreinleika inn í heiminn. Hefurðu ekki
veitt því eftirtekt hve hvítu krónublöðin minna á yfirbragð barnsins,
þegar það hvilir sofandi á beði sínum? Og ef þú ert skygn, sérðu ofur-
lítinn ljósálf í bikarnum. Hann stendur á einni blaðtungunni og gægist
forvitnislega út á milli fræflanna, upp mót Ijósi og lífi. Og það er kvíði
í bláu, sakleysislegu augunum. Heimurinn er svo stór — og viðsjáll.
Gula rós! Þú ert tákn samtengingarinnar. í hofum og á hörgum horf-
inna kynslóða hefur þú borið friðarorð og sátta milli mannanna. Og
þeir hafa troðið þig undir fótum. En þú hefur opnað blöð þín að nýju
°g hrært hjörtun til samúðar um sfund. Starf þitt er dýrðlegt, eins og
þú ert sjálf. — Þú lætur þig heldur ekki vanta, rauða rós! Þarna breiðir
þú úr blöðum þínum, þú fulltrúi sorgarinnar og jarðneskra ásta. Þú ert
tákn dauðans. Rauðir blóðdropar þjáninganna drjúpa af blöðum þínum
og seitla um mann allan með harmsins hrollkalda þunga. En þú ert líka
•ákn lífsins, því hver þjáning er undirbúningur einhverrar nýrrar fæð-
íngar — einhvers nýs Iífs. Ástin og sorgin, unaðurinn og þjáningin, lífið
og dauðinn er einkunn þín og aðall. Og þarna úti í forsælunni drúpir
þú höfði, dökka, flauelsmjúka rós, tákn þagnarinnar og hljóðleikans. Á
kyrlátum kvöldum opnar þú þfna huldu heima. En í heimkynni þagnar-
■ nnar er falinn Iykillinn að vizku alheimsins.
Hve undarlega er mönnunum farið! Þeir heyja kapphlaup um ímynduð
verðmæti. Þeir fara út um allan heim, borg úr borg, land úr Iandi, til
þess að fræðast um tilveruna. Og þeir koma heim vonsviknir og ófróð-
ari en þegar þeir lögðu af stað. En við ausfurgluggann í stofunni minni
litlu opna ungar rósir bikarana mót ljósi og sól, yfirlætislausar í auð-
mýkt sinni, en geyma þó á blöðum sínum meiri fræðslu en ferðalög um
fjarlægar álfur geta veift, handa öllum þeim, sem að eins vilja lesa.
Sv. S.