Eimreiðin - 01.07.1932, Page 150
EIMREIÐIN"
Um mataræði vort að fornu og nýju.
Eftir Stgr. Matthíasson.
»Matur er mannsins megin«, segir máltækið, og sannast
það á oss Islendingum ekki síður en öllum öðrum þjóðum.
Veraldarsagan sýnir, að hin mestu þjóðþrif eru vön að
fylgja því, ef þegnarnir hafa nóg og gott viðurværi, en hvers-
konar hnignun, andleg jafnt og líkamleg, fylgir í farl
sultarins.
Saga okkar íslendinga skiftist nokkuð greinilega í Þriu
höfuðtímabil:
1. Meðan við höfðum nóg að borða.
2. Meðan við sultum.
3. Eftir að við aftur fengum saddan kvið.
Fyrsta tímabilið var landnámsöldin, frelsisöldin og ritöldin.
og kallast af sumum gullöld, alt fram á Sturlungaöld. — pa
var yfirleitt nóg til að bíta og brenna, og þá var dugur í Is'
lendingum. En þegar kemur fram undir 1300 hefst —
Annað tímabilið. Þá tók við sultur og hélzt, með litlum
upprofum, næstu fimm aldirnar — eða fram að 19. öld. Þ3
drottnaði vesaldómur í landi, svo að stundum lá við fullum
hordauða, jafnt andlega sem líkamlega.
Þriðja tímabilið hófst í byrjun síðastliðinnar aldar og helst
enn. — Batinn fór hægt, en verulega drjúgur og hraðfara
hefur hann orðið síðustu 30 árin.
Þetta er mesti þróunar- og framfaratími sögu vorrar og
hefur þjóðinni aldrei vegnað betur, aldrei verið alment líkam-
lega og andlega hraustari, meðalæfi manna hefur aldrei verip
lengri, manndauði og kvillasemi þar af leiðandi aldrei minni,
hvað sem því líður, að svo margir kvarta nú um mikla berkla-
veiki og margskonar kvilla, af því að heilsufræði-þekking er
orðin meiri, læknarnir svo margir til að kvarta um við, og a^
því að svo margt er skrifað og skrafað um nú á tímum, sem
þagað var yfir fyrrum. En nú þekkjum við varla sullaveiki,
holdsveiki, hungursóttir og alls konar kröm.