Eimreiðin - 01.07.1932, Page 152
384
UM MATARÆÐI VORT
eimreiðin
Þannig segir frá Helga Hundingsbana í Sæmundar-Eddu.
Allar frumþjóðir hafa í órafirndinni, áður en þær þektu afnot
eldsins, verið hráætur. Þjóðir heitu landanna átu hrá aldini
og hráar ætijurtir, en þegar kom til kaldari landa, þar sem
gróður þvarr og engin aldini uxu, urðu þjóðirnar kjötætur
og fiskætur — og lærðu smámsaman að temja dýr og hag-
nýta sér mjólk þeirra. Vafalaust hafa sumir forfeður vorir a
landnámsöldinni með köflum etið eingöngu hrátt, líkt og HelS’
Hundingsbani. Enn þann dag í dag verða heimskautafarar i
viðlögum að sætta sig við sama kost, og hafa sumir látið vel
af, eins og t. d. Friðþjófur Nansen og Vilhjálmur Stefánsson.
Og enn lifa ýmsar þjóðir á hráu kjöti, þar á meðal Faerey
ingar, sem eta vindþurkað kjöt, líkt og við íslendingar harð-
fisk. Asíuþjóðir kunna enn, líkt og Húnar forðum, að mer|a
hrátt kjöt svo að meyrt verði, og má vel vera, að sumar
kunni enn siði Húnanna, að merja það undir sér í hnakkn-
um eða á berbökuðu hrossinu. Hrátt kjöt, marið vel með
tréhnalli, þykir nú meðal menningarþjóða herramannsmatuf
undir nafninu »bæuf á la Tartare* eða Tartara-buff.
Eg kyntist fyrir nokkrum árum merkum Skagfirðingi, sem
hét ]ón og kallaði sig Ósmann, af því hann bjó við oS
Héraðsvatnanna og var þar ferjumaður.
Hann var hraustmenni hið mesta, hár og þrekinn, rammur
að afli, skytta góð og vel hagorður. Minti hann mig á f°rn"
kappa vora og hugði ég um hann, líkt og sagt var um Skarp'
héðin, >að ég vildi hafa fylgi hans fremur en tíu annara4-
Um hann var þetta kveðið:
Vi8 sérhvert handfak frár og fiks,
á flestu hefur gætur;
sem Karon fyr við fljótið Styx
hann ferjar daga’ og nætur.
Hann skaut margan sel og hafði þann sið, er hann hafð*
innbyrt skepnuna, að opna henni æð á hálsinum, legS)a
munninn við og drekka lyst sína af heitu selsblóðinu. »G°^
er selsblóðið, læknir!« sagði hann, og bætti við: »Það °r
fjallgrimm vissa fengin fyrir því!« En þannig komst hann oft
að orði.
Hann taldi sig eiga heilsu og hreysti sína að þakka sels-