Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 154
386
UM MATARÆÐI VORT
EIMREIDlN
og fugla gátu þeir veitt hér sem í fyrri heimkynnum sínum.
Kjötið kunnu þeir að reykja og jafnvel þurka, fiskinn kunnu
þeir að herða, og úr mjólkinni kunnu þeir að gera skyr, sur-
mjólk og osta.
Dr. ]ón Stefánsson í London hefur sagt mér, að Persar
kunni enn að búa til skyr og nafnið sé enn hið sama, þ- e-
skirr eða eitthvað þvílíkt. Dendir þetta á, að Norðurlanda-
búar hafi flutt skyrgerðar-kunnáttuna með sér austan úr Asiu,
þegar þjóðirnar fóru að dreifa sér þaðan vestur á bóginn.
Af sögunum má þó sjá, að skyrgerðin hefur ekki veri(5
komin á eins hátt stig í þá daga eins og síðar varð hér a
landi, því skyrið var þunt og í rauninni líkara súrmjólk, eins
og enn tíðkast í Noregi. Sézt þetta t. d. af því, að menn
supu skyrið og drukku skyrið. Þormóður Kolbrúnarskáld segu-
t. d. á Stiklastöðum: »Nú em’k svá fölr sem ef ek hefði nV'
sopið skyr úti á Islandi*. Og EqíW drakk skyrið, sem hann
seinna spjó framan í Ármóð. Og í Ljósvetningasögu hefur
Þorbjörn rindill »nýsopit skyr«, þegar Eyjólfur í Gnúpufelh
ræðst á hann og leggur kesjuna á hann miðjan, en Þa
*sprændi ór honum skyrit« segir sagan.
Alt þetta bendir á, að skyrið hafi verið miklu lakara en nu
þekkist, og mörg húsfreyjan á seinni tímum mundi hafa kalla^
það ólekju, glundur, úrystur eða jafnvel graðhestaskyr; en öU
þau afbrigði urðu illa þokkuð, enda orsökuð af því, a^
mjólkin var hleypt ýmist of köld eða heit og skyrið ekki nógu
vandlega síjað. —
Það má vekja furðu hve seint vér íslendingar komumst
upp á að nota ís og snjó til matargeymslu. Allar líkur benda
til, að menn hafi að eins gripið til þeirra ráða á vetrum,
þegar ís og snjór voru við hendina og að íshús eða ískjall-
arar hafi ekki þekst.
Salt var lengi lítt þekt og ekki notað að neinu ráði til
matargeymslu fyr en seint á öldum. En kjötið kunnu menn
að geyma reykt, smjörið létu menn súrna og geyma sig sjálft.
og fiskurinn var hertur. Á meiri háttar heimilum voru stórm
fiskhlaðar, matarforði ágætur til langs tíma, t. d. er í EYr'
byggju getið um harðfiskhlaða svo stóran, að þurfti stiga ti
að komast upp á hann.