Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 155
EIMREIDIN
UM MATARÆÐI VORT
387
Langmerkasta matargeymsluaðferðin hefur frá aldaöðli verið
sýrugeymslan. Mjólk og mysa, smjör og skyr súrnar við
Seymslu þar til komið er ákveðið sýrumagn, og haldast þá
tessar fæðutegundir mánuðum og árum saman óbreyttar og
hollar til neyzlu. En hér við bætist, að í mjólkursýru, súr-
mjólk og súrskyri mátti geyma allskonar matvæli langa tíma
°skemd hvað næringargildi snerti.
Saman við súrskyrið mátti blanda margskonar grösum og
laufum til bragðbætis, og er yfirleitt gaman að minnast þess,
hve súrmjólkur- og skyrsáirnir og sýrukeröldin urðu hús-
^æðrum ómetanleg forðabúr til að geyma í svo að segja
hverskonar maí, sem annars hefði farið til spillis.
Sýrukeröldin voru á öllum meiriháttar heimilum afar stór
eins og t. d. keraldið á Flugumýri vottar, sem Gizur jarl
faldist í.
Það var varla sú matartegund til, sem ekki mátti geyma í
súrnum, t. d. allan úrgang úr kjöti og fiski, egg, hrogn,
hútmaga, sundinaga, roð og ugga, sporða og fiskbein, já, ekki
að gleyma hverskonar beinum. Beinin urðu að strjúgi, urðu
^neyr sem ostur og furðu góð til átu; en lengi þurftu þau að
'íggja í súrnum til að meyrna vel, t. d. kindabein heilt ár
°g stórgripabein og hnútur jafnvel tvö ár.
Þá var það ekki lítilsvirði, að smjör gat geymst og haldist
sem góður og hollur matur þó að það súrnaði. Nú á tímum
tekkjum við varla súrsmjör, og allir amast við smjöri, sem
ekki er alveg nýtt. En það er þó ekki lengra síðan en í
^ninni okkar, sem eldri erum, að súrt smjör þótti mörgum
betra en nýtt smjör. Það er líkt með smjörið eins og skyr,
að það þarf að hafa næði til að súrna svo að það nái vissu
sýrumagni til þess að það verði góð og gild vara upp á
Samla vísu. Þá verður það jafnsúrt og allgott á bragðið.
Eggert Ólafsson segir frá því í Ferðabók sinni, að algengt
hafi verið, að súrsmjör geymdist í 20 ár án þess að spillast.
Sama segir séra Björn Halldórsson í riti sínu, Arnbjörgu, og
tekur það fram, að hinsvegar verði saltað smjör alveg óætt
eftir 2 ára geymslu.
Hvað er nú að segja um kornmatinn. Okkur finst nú und-
arlegt, að fólk skyldi öldum saman lifa svo, að varla var um