Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 157
eimreiðin
UM MATARÆÐI VORT
389
arsmári, og ekki að gleyma fíflarótarlaufum — og svo berjum,
kræki- og bláberjum. Af öllum þessum grasnytjum þótti mest
koma til fjallagrasa og hvannaróta. (Jm fjallagrösin er al-
hunnugt í hvílíkum metum þau stóðu, bæði til að gera úr
9rasamjólk og grasagrauta, og til að blanda skyri, en þá fyrst
var þó grasagrauturinn verulega vinsæl fæða, þegar hann var
soðinn með bygggrjónum eða mjöli, og var þá kallaður bætt-
ur grautur. Saman við skyr mátti blanda allskonar grösum og
laufum til bragðbætis og hollustu.
Oss má öllum! þykja fróðlegt að kynnast þeim söguþætti
þjóðar vorrar, sem skýrir frá því, hvernig hin stöðugt yfir-
vofandi hallærisneyð fyr á öldum kendi mönnum að fara
sparlega með öll matföng í daglegu lífi, meta hátt sitt dag-
lega brauð og þakka guði hverja máltíð, já, hvern munnbita.
Þurfamaður ert þú mín sál,
þiggur af drottni sérhvert mál,
fæðu þína og fóstrið alt,
fyrir þetta þú þahka skalt —
segir Hallgrímur Pétursson. Það var neyðin, sem kendi
hverri húsmóður, fram á vora daga, að skamta hverjum
heimilismanni í réttu hófi og fara þrifalega með allan mat,
nýta allt sem bezt. Og húsbændur lögðu sig alla fram um að
afla sér og viða að sér öllum þeim landsgæðum, sem völ var á
til manneldis. Mætti margt til nefna þessu til sönnunar og því,
hversu mikið þurfti að hafa fyrir því að afla sér allra fanga,
meðan samgöngur um Iandið voru afarörðugar. — Til dæmis
fná nefna skreiðar- og þorskhausaferðirnar víðsvegar af land-
'nu til sjávarplássanna sunnanlands, (lengi vissi enginn um
fiskvon á miðum annarsstaðar við landsins strendur). Jafnvel
frá Langanesi var farið á vori hverju alla leið suður á Reykja-
nes, ef ekki var fisk að fá sunnan Vatnajökuls, í Suðursveit.
Þá má nefna grasaferðirnar upp um heiðar og afréttir, mel-
Qresisræktun og hirðing melkornsins í Skaftafellssýslu, sam-
tíning og hagnýtingu hinna ýmsu jurta, sem áður eru nefndar,
sem og fjörugrasa og sölva. Loks má nefna, sem dæmi góðrar
nýtni, hvernig Skaftfellingar hirtu og matreiddu barðsílid eða
loðnuna, sem oft rekur mikið af á söndum þar á veturna. —
Fyrst var sílið sneypt, þ. e. tálknið var rifið burt og innýflin