Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 160
392
UM MATARÆÐI VORT
EIMREIÐIt'T
fóru að græða sig, en það var þegar þær fengu gróanda
grængresi á vorin. En einnig gat hjálpað nýr fiskur og nýtt
kjöt — einkum soðningin góð, með lifur (þorskalýsi). — f*á
var algengt að gefa börnum dúsu með alls konar matar-
samsulli. — Enski ferðamaðurinn Mackenzie furðar sig á þv>
í ferðabók sinni, að hann sá mæður gefa börnum dúsu með
heilagfiski og þorsklifur! Sennilega hefur það þó einmitt orðið
mörgu barni til lífs og þrifa, að þau fengu slíkt hollmeti vel
tuggið í dúsuna hjá fóstrum sínum; en ekki er tiltökumál þ°
Mackenzie þætti þetta heldur ólystugt.
Það voru tímabil fyrrum, er sú trú komst á, að kúamjólk
væri hollari börnum en móðurmjólkin, og hættu þá margar
mæður að hafa börn á brjósti. Þessi trú mun hafa komið upp
á þeim tímum, þegar hallæri gekk og fólkinu leið ver en
skepnunum. Þá gat kúamjólk tekið konumjólkinni fram. Því
veslings móðir, sem sjálf fær varla ætan bita og lætur börnin
og aðra ganga fyrir sér sjálfri með mjólkursopann úr kúnnú
hún mjólkar illa sjálf og mjólk hennar er bætiefnasnauð eða
öðruvísi óholl. — Til þess að móðurmjólkin verði sem holl"
ust er móðurinni hollast af öllu að hafa nóga kúamjólk sjálf
og hana heilnæma.
B-vitamín-skortur (sem veldur benberi og öðrum taugakerfis"
truflunum) mun sjaldan hafa orðið tilfinnanlegur, enda skortur
hinna fjörefnanna undangenginn og mest áberandi. Hins vegar
er trúlegt, að mikið af taugaveiklun þeirri, sem algeng var >
hallærum, og lýsti sér t. d. í myrkhræðslu, guðhræðslu og
draugatrú, hafi verið B-vitamín-skorti að kenna og ónógu
fæði. Það er kunnugt orðið nú, að margskonar kvillasemi.
sem var samhliða ofannefndum hungursóttum, var í rauninm
aðkenning af þessum sömu sóttum eða væg útkoma
þeirra.
Ungbarnadauði var, eins og mörgum er kunnugt, jafnan
mikill fram yfir miðja síðastliðna öld, eða þetta 300 barnslát
á hvert 1000 fæddra barna árlega og stundum langtum meira-
Það þykir nú sennilegast, að mikið af þessum barnafelli haf*
stafað beinlínis eða óbeinlínis af fjörefnaskorti. Því bæði var
árlegur sultur einhvern hluta árs, a. m. k. í sumum sveitum,
og þá bæði skortur fæðunnar og hún óholl, og þá óholt fæ^t