Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 161
eimreiðin
UM MATARÆÐI VORT
393
kúamjólkin og konumjólkin, en þar viS bættist þekkingarleysi
um alla heilsuvernd.
Frá landnámstíð og fram um miðja síðastliðna öld má heita,
að mataræði þjóðarinnar hafi verið hið sama öld eftir öld,
og reynslan sýndi, að þjóðinni varð maturinn að góðu, ef ekki
var hreinn bjargarskortur.
Þegar svo kom fram á 19. öldina, fór meira og meira að
flytjast hingað af kornmat, kaffi og sykri og hverskonar út-
lendum mat og kryddi, og óx eftirsókn landsmanna eftir þess-
um gæðum meira og meira.
Um og eftir þessa mataræðisbreytingu kom til sögunnar
kvilli sá, sem flestir þekkja af reynd og tannpína heitir eða
tannáía.
I fyrstu kendu menn kaffinu um, en aðrir kendu sykrinum
eða hvorutveggja. Samkvæmt nýjustu rannsóknum enskra lækna
á tannskemdum barna, hafa böndin borist að kornmatnum,
og má telja það nokkurn veginn sannað, að neyzla mjölmatar,
ásamt ófullnægjandi fjörefnum, muni eiga mestan þátt í fram-
komu tannátunnar á börnum og þar með einnig á fullorðnum.
Þessi skoðun styðst mjög við þá staðreynd, að á hinni af-
skektu eyju Tristan da Cunha, sunnan til í Atlantshafi, þar
sem búa um 150 manns, og þar sem aldrei hefur verið neytt
kornmatar svo nokkru nemi, þar þekkist varla nokkur tann-
veiki. Og það er eftirtektarvert fyrir okkur íslendinga, að
íbúarnir hafa einmitt lifað á svipuðu fæði og hér tíðkaðist
þangað til tannpínan kom, þ. e. á kjöti, fiski, mjólk og eggj-
um, en að auki hafa þeir haft nóg af kartöflum í stað korn-
matar.
Sumir hafa viljað kenna kornmatarátinu um fleiri sjúkdóma,
svo sem botnlangabólgu, ýmsa meltingarkvilla og jafnvel
berklaveiki, og kann eitthvað að vera til í þessu, en það er
enn ekki á neinum rökum bygt. Hins vegar má segja, að
Þrátt fyrir tannpínu og annan mögulegan heilsubrest samfara
brauð- og grautaráti, hefur langlífi manna stöðugt farið vax-
andi í landinu síðan matarbreytingin varð. Það væri þó ekki
fyrir það synjandi, að máske yrðum við íslendingar enn lang-
lífari og hraustari, ef við sleptum öllum kornmat, líkt og