Eimreiðin - 01.07.1932, Page 164
396
UM MATARÆÐI VORT
EIMREIÐIff
upp þá úllendu siði að borða meira og meira af jurta-
fæðu.
A Þýzkalandi hefur á síðustu tímum risið mikil vitamín-
trú, enda hafa nokkrir mikilsvirtir Iæknar gefið henni byr
undir vængi (Gerner, Sauerbruch og Hermannsdorfer). Því er
mjög haldið fram, að suða eyðileggi fjörefnin og ennfremur
að salt sé mjög varhugavert til neyzlu. Samkvæmt þessari
kenningu hefur það komist í móð að neyta meir og meir
hrárrar jurtafæðu eða lítið soðinnar. Reynslan hefur þegar
sýnt, að þetta getur verið mjög varhugavert. Innýflin þola ekki
hrátt grænmeti, ef ekki er því betur tuggið, og einnig er
mikil hætta á að innýflaormar og aðrir sníklar fylgi hráaetinu
og sýki menn. — Af þessum ástæðum ber enn að fara var-
lega og hugsa ekki eingöngu um fjörefnin, heldur einnig uu1
önnur nærandi efni fæðunnar, sem enn standa í góðu g>W*r
Það þarf engum blöðum um það að fletta, að jurtafæða er
yfirleitt holl manni og þess vegna rétt af okkur íslendingum
að halda svo fram stefnunni að neyta hennar meira en áður-
Og það mega allir vita, að hér á landi má framleiða hm
mestu firn af ætijurtum og með jarðhitans hjálp jafnvel alls'
konar aldin, svo að við seinast þurfum engan mat framar að
sækja til útlanda.
Nokkur rit og ritgerðir um sama efni.
Stgr. Matthíasson: „ Heilsufræði", Rvík 1925. — „Ofát“ (ritgerð í Skírn'
1908). — „Listin að lengja lífið“ (Skírnir 1911 og 1912). — »^r
óhaeft að hafna kjöti og fiski?“ (Oangleri 1931).
Þorkell Bjavnason: „Um nokkra búnaðarhætti íslendinga í fornöld
(Tímarit 1885). - „Fyrir 40 árum* (Tímarit 1892 og 1895).
Ólafur Sigurðsson: „Fyrir 40 árum“ (Tímarit 1894). — „Um íslenzk
matvæli" (Tímarit 1881).
Björg Blöndal: „Mataræði og þjóðþrif", Rvík 1930.