Eimreiðin - 01.07.1932, Side 165
EIMREIÐIN
Þula.
Höfundur þessarar þulu og smákvæðis, Sumarliði Grímsson, lézt s. 1.
haust á Farsóttahúsinu í Reykjavík. — Fyrir nokkrum árum hafði hann
^YSt sér nýbýli inni í Sogamýri, er hann nefndi Litla-Hvamm. Þar bjó
hann með konu sinni og fimm börnum og stundaði alla þá vinnu, er
Safst, hvort sem var til lands eða sjávar.
Sumarliði var gáfaður maður og tilfinningaríkur. Einkum var hann
'jóðelskur, svo að yndi var að heyra hann Iesa eða lesa með honum
fallegt kvæði. Það fékk líf og sál við skilning hans og aðdáun. Í brjósti
f’ans sjálfs blundaði skáldið eða beið þar eftir tækifærum og möguleikum,
sem þó aldrei komu nema á „stuttum og stopulum stundum". Æfíkjör
hans voru í ósamræmi við alt hans innra líf, alt' frá því að hann var
,ekinn fimm ára gamall, ásamt fleiri systkinum sfnum, frá góðri og gáfaðri
nióður, og þau sett sitt á hvern bæ í sveitinni. Þetta mótaði svo hina
viðkvæmu barnssál, að fyrir það fengust aldrei bætur. Enginn hefði
turft þess meira með en hann, að tekið hefði verið til greina og glætt
Það, er dýpstar rætur átti i eðli hans og skapgerð. En því láni átti hann
ekki að fagna. — Æfi hans var látlaust sfrit og oft með veikum kröft-
um, síðustu árin.
Hann dró sig aldrei í hlé, en Iagði fram alla krafta sfna, hvar sem
hann gekk að verki. — En lífsbaráttan varð alt of hörð fyrir hann. —
^iðkvæmni hans og næmleiki fyrir öllu í umhverfinu gerði hann oft
«vo varnarlausan. — Hann var sólskinsþurfi, en varð oftast að sitja í
skugganum. — En nyti hann hlýju og skilnings, þá var enginn maður
þakklátari. Og þrátt fyrir alt það, er hann fór á mis við, en hefði
verið rétt borinn til sakir hæfileika sinna, taldi hann sig engan ó-
Ssfumann. Hann átti góða vini, er aldrei gleyma honum né vináttu hans,
né þeirrar ánægju, er þeir nutu í návist hans. Þótt honum væri sniðinn
svo þröngur stakkur, að hann fékk aldrei tækifæri til að sýna, hvað í
konum bjó, nema þessum nánustu vinum sínum, þá átti hann þó slíka
^iölbreytni í fari sínu, að ef hin líðandi stund var honum hliðholl, spratt
Sleðin upp í huga hans græskulaus og létt, og úr urðu gamanvísur um
Viðburði dagsins. En miklu stærri viðfangsefni lágu þó nær hjarta hans,
því að hann hugsaði mikið um þessar óráðnu gátur tilverunnar, — æfi-
uíör mannanna.
Síðustu árin, en þó einkum hið síðasta, hafði hann náð þvf jafnvægi
°S ró, sem þurfti til þess að taka karlmannlega og æðrulaust því, sem
hann vissi að var framundan. Hann langaði til að fá heilsu og mega lifa
körnunum sínum ungu til gagns, því að alt af voru þau aðaláhyggjuefni
hans.
Sumarliði var fæddur 26. okt. 1883 að Asakoti í Biskupstungum, en
ólst Upp á Reykjavöllum í sömu sveit. Um 10 ára bil var hann heimilis-
maður á Torfastöðum, hjá séra Eiríki Stefánssyni, og taldi það ætíð upp
^rá því sitt annað heimili. Þar kaus hann sér legstað og var jarðaður
Þw 3. nóv. s. 1. Fylgdi honum til grafar margt vina hans úr Reykja-
vík og úr sveitinni. Vinur.