Eimreiðin - 01.07.1932, Page 166
398
ÞULA
EIMREIÐIt'1
I.
Konungurinn ungi konungs-
dóttur fann,
þar sem lognkyr lindin suaf
og lækurinn rann.
Undir háa berginu álfkonan
spann
forlagaþræði
fyrir sérhuern mann.
Forlagaþræði,
sem flestu góðu spá,
meðan æskan lundlétt
leikur við þá.
Meðan æskan lundlétt
leikur að því
að rýna í spilaspeki
og spá í ský.
Undir háa berginu
ýmsir finna skjól,
einn fyrir næðing
og annar fyrir sól.
Svo brenna þar eldar
sífelt morgna og kvöld,
birtan af þeim reifar
hin bláu himintjöld.
Margir hafa unað sér
við eldana þá
ýmist við að slökkva,
glæða’ og tendra þá.
Þeir loga svo misjafnt,
því eldsneytið er
ei svo gott sem skyldi,
trúðu mér.
Trúðu mér, að vorin
eru vætusöm og köld,
og vandi að glæða eld
svo að lifi’ hann heila öld.
Vandi að glæða eld,
sem á að loga stilt,
að hann ekki brenni,
en vermi jafnan milt.
Vandi að glæða eld
í ókunnum rann,
að hann ekki skaði
þig eða hann.
Trúðu mér, að án hans
er ömurlegt í heim.
en aldrei skaltu leika þér
að eldinum þeim.
— Gengu þau út í graenait
lund,
gleðin hló um da! og sundr
ilmur vorsins yfir grund
eins og bylgja flóði.
Lækir sungu léttum róm,
lífi þrungin greru blóm,
sérhver tunga sætum róm
söng í einu hljóði:
>Skaparinn blessun
skamtar úr nægtasjóði«.
Gengu þau niður við grýtta
strönd.
Glóðheit þrá með seglin
þönd
eitthvað, eitthvað út í lönd
elskendurna seiddi.
Konungurinn konungsdóttur
leiddi.
»Hvað er bak við hafsins gnV •
Hvað er bak við draumlynd
ský?
Leiðin suður Iöndin í
lokkar æskumann.