Eimreiðin - 01.07.1932, Page 167
EIMREIÐIN
Þessi dalur þröngur er«.
Þetta sagði hann.
II.
Húmar að og hausta fer,
himinn skýjum falinn er,
viðkvæm báran byltir sér
og brotnar við ströndu kalda.
Bar að landi brotinn knör,
bilar margt í hættuför.
hörmuleg eru hafsins kjör,
hrynur skipbrotsalda
og myrkur grúfir milli báru-
falda.
Farmennina ég sá í svip,
með sviknar vonir, brotin
skip,
auðnuhröp og elligrip —
illar nornir valda,
en ótal margir æskusynda
gjalda.
Við skulum ekki hafa hátt,
hlustar margt um dimma nátt,
mér heyrist ég kenna hörpu-
slátt
hinumegin við sundið.
Qott er að geta látið laust
og bundið.
Hom ég þar sem kona spann,
kulnaðar glæður þar ég fann,
Ömurlegt var í þeim rann,
öllu úr skorðum hrundið,
en þarna kendi ég konung-
borna sprundið.
Margt var breytt um hennar
hag,
399
— Logandi eldurinn
leiftraði og brann.
hún hafði spunnið nótt og
dag
og alt af sungið sama lag
síðan þarna forðum,
er konungurinn kastaði
þessum orðum
um þröngan dal og þessi ský
og þennan trylta bárugný
og vegina suður veröld í,
sem vonir manna nærði.
Konungurinn konungsdóttur
særði.
Leiðir skildu, landi frá
lagði’ hann kneri um víðan
sjá
eftir sinni instu þrá
út í Iöndin stóru.
Hamingjan vissi hvar þau
annars vóru.
En eitt er víst, að auðnan
var
ekki síður hér en þar,
reikul er hún alstaðar
og ósköp stirð í taumi.
Eg hef aldrei átt hana nema
í draumi.
Margur fer á vegum valt,
verður sumum heitt og kalt,
því kærleikurinn, sem yljar alt,
er ekki að fullum notum.
Það er fleira en þulan mín
í brotum.
Sumailiði Grímsson.
ÞULA