Eimreiðin - 01.07.1932, Page 168
EIMREIÐIN
Mælingar skólabarna í Reykjavík.
Samkvæmt uppástungu eftirlitsmanns barnaskólanna í Reykja'
vík hófust mælingar skólabarnanna síðari hluta skólaárs 1930
til 1931. Áður hafði skólalæknir mælt hæð þeirra og þynð^
einu sinni á ári, þegar aðalskoðun fór fram, og auk þess a
mánaðarfresti, þegar um veikluð eða vanþroska börn var að
ræða. Nú var hæð og þyngd allra barnanna hér í Miðbæjai-'
skólanum mæld í febrúar, marz og apríl 1931 og síðastliðið
skólaár, 1931—’32, þrisvar sinnum, í miðjum október, niiðj'
um janúar og miðjum apríl. Samræmis vegna er nauðsynleS*
að sömu menn annist allar mælingarnar. Hefur þess verið
gætt síðan í marz f. á. Hjúkrunarkona skólans og skólastiori
hafa framkvæmt þær allar.
Tilgangurinn með mælingum þessum er fyrst og fremst að
kynnast líkamsþroska barnanna og fylgjast betur með fram'
förum þeirra að því leyti, svo að mögulegt sé að gera nauð-
synlegar ráðstafanir í tæka tíð, ef einhver merki líkamleSs
vanþroska eða veiklunar gera vart við sig.
En auk þess sem mælingarnar þannig hafa eða geta hafl
þýðingu fyrir einstök börn og aðstandendur þeirra og keni^
ara, hafa þær mikinn almennan fróðleik að geyma, og er þa°
sú hlið málsins, sem ég hér vil fara um nokkrum orðum'
Reynslan er að vísu ekki löng, mælingarnar of fáar til ÞesS
að heildarárangur geti talist fyllilega ábyggilegur sem V*S'
indaleg niðurstaða. Samt sem áður benda þær mælingar, sem
þegar hafa verið gerðar, svo ákveðið að vissum niðurstöðum-
að mér þykir rétt að leiða athygli almennings að þeim.
I.
Eitt hið fyrsta, sem spurt mun verða um viðvíkjandi 1&
amsþroska íslenzkra barna, er þetta: Hvernig er þroska
þeirra farið samanborið við jafnaldra þeirra í nágranna
löndum?
Hér vill svo vel til, að fyrir hendi eru alveg ábyS9>leSar