Eimreiðin - 01.07.1932, Page 174
406 MÆLINGAR SKÓLABARNA í REVKJAVÍK eimreiðiN
þyngjast um 0.42 kg á mánuði yfir sumarið, en ekki nema
0.30 kg í skammdeginu.
Dr. Schiötz hefur rannsakað þetta í Noregi og skift árinu
í ákveðin tímabil eftir þroskaskilyrðum. Telur hann sólarljósið
valda mestu um þroskann með áhrifum sínum á fjörefnin-
Of lítil birta verki skaðsamlega, en of mikil og sérstaklega of
löng birta sé ekki síður óholl. Þetta virðist geta átt við her
ekki síður en í sunnanverðum Noregi. Mismunur dags oS
nætur eftir árstíðum er hér miklu meiri. Hollust telur hann
tímabilin kringum jafndægrin. Svo virðist einnig hér um v°r'
jafndægrin, en um haustjafndægrin er órannsakað mál að
svo stöddu.
Út af þessu hefur dr. Schiötz fyrir allmörgum árum stungið
upp á því, að skólaleyfum í Noregi yrði hagað samkvsemt
því sem náttúran bendir til, börnin höfð í skóla, þegar skil'
yrðin eru bezt fyrir því að þau þoli skólavistina, en leyfi Se^'
in, þegar skilyrðin eru lakari. Ekki mun þessu þó hafa verið
sint til þessa.
Sú litla tilraun, sem hér hefur verið gerð til að hefja rann-
sóknir á þessu sviði, nær að sjálfsögðu alt of skamt til þesS’
að hægt sé að álykta nokkuð með fullri vissu. En líkurnar
benda til þess, að hér sé ekki síður um tímaskifti að ræða a
þroskabraut barnanna heldur en í Noregi. Væri full ástaeð3
til að kynna sér þessa hluti til hlítar eftir því sem kostur er
á. En rannsókn þessi er ýmsum erfiðleikum bundin, vöntun
hentugra mælitækja víðast á landinu, dreifing barnanna a
sumrinu o. s. frv.
Ef þroskatímabilum væri fullur gaumur gefinn, myndi þa^
sennilega m. a. geta leitt til þess, að skólahald byrjaði fVr a
haustinu en nú tíðkast, en í stað þess yrði jólaleyfið lenS*'
Aftur á móti virðist óráðlegt að lengja skólatímann fram a
vorið, því að tímabilið kringum sólstöður mun engu hollara
börnunum en sólhvarfatímabilið að vetrinum.
Reykjavík, í júlí 1932.
Sigurður Jónsson
skólastjóri.