Eimreiðin - 01.07.1932, Page 177
eimreiðin
SKÁLDSÖGUR OG ÁSTIR
409
iúní-nætur«. Snýst megin-mál greinarinnar um þetta efni og
öll rökleiðslan héðan af á því bygð. Finst Á. sem með
þessu atriði hafi G. K. gengið svo frá máli sínu, að ekki
verði »komist hjá að álykta, að þetta sé hin ólíkindalegasta
og öfgakendasta frásögn*, sem ekki eingöngu hreki allar firrur
uiínar um bókina, heldur sé rithöfundar-heiður minn nú glat-
aður, er ég hafi lagt hann að »veði fyrir hinum ólíkindalegu
frásögnum í bókinni«.
Nú kann svo að virðast, sem ekki sé mikið í húfi þótt
Hthöfundar-heiður minn falli fyrir borð. >Farið hefur fé betra*
má með sanngirni segja. En jafnvel því lítilræði þarf ekki að
fórna að sinni, því enginn stafur er í bók G. K. fyrir þessu,
sem Á. ]. verður svo tíðrætt um og finst svo mikilvægt at-
fiði. Daði þykist sannfærður um, að engin slysni geti stafað
af afskiftum sínum af Ragnheiði, nema af því, sem gerðist
fyrstu nóttina. í þessu felst ekki, að afskiftin hafi engin verið,
heldur öllu frekar hið gagnstæða. Virðist þessu vera þann veg
háttað, að naumast þurfi að útskýra þetta fyrir fullorðnu fólki.
Renni Á. ]. að nýju augunum yfir þennan kafla bókarinnar,
tnun hann fá enn eina ástæðu til þess að einsetja sér að lesa
framvegis með minni fljótfærni.
En annars er þessi grein Á. ]. ekki með öllu óathyglis-
verð, þrátt fyrir þennan athyglisskort höfundarins sjálfs. Hún
er eftirtektarverð fyrir þá sök, að hún er frekar ljóst dæmi
þess, hve ýmsir eiga örðugt með að ræða um ástir og kyn-
ferðismál sem hlutlæg umhugsunarefni. Höfundur ætlar sér
að ræða um það, hvort nokkurt vit sé í greinargerð minni
fyrir þeim breytingum, sem smátt og smátt hafi orðið á hug-
myndum manna um eðli og gildi ástalífsins. En í stað þess
að ræða um þetta sem hvert annað hlutlægt viðfangsefni,
þá strandar alt við að hugleiða atriði í bók, sem honum
finst vera óhrjáleg og ósmekkleg. Og þeir, sem andvígir eru
stefnu þessarar bókar, ættu þó að gæta þess að Iáta ekki
Weð öllu sefjast af þeim fádæmum, að þessir elskendur skyldu
hafa mælt sér mót í fjárhúsi. í bókinni er margt annað og
niarkverðara að athuga, sem vissulega skiftir meira máli
þegar rætt er um, hvert gildi ástin hafi fyrir mannlegt sálar-
líf. Og ég verð enn að halda því fram, að sjálfur andi bókar-