Eimreiðin - 01.07.1932, Side 180
412
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIÐIN'
Hvorugt þeirra fékk að tala út. Því nú hófst einmitt þettar
sem hann hafði óttast mest og tók fyrir alla hans miklu
mælsku. Eg óð að konunni minni, en faldi þó rýtinginn eins
og áður, svo að hún gæti ekki komið í veg fyrir, að ég hitti,
þar sem ég hafði ætlað mér frá því fyrsta, nefnilega í síðuna,
rétt neðan við brjóstið. En alt í einu kom hann auga á rýt-
inginn, greip um handlegg mér, sem ég hafði alls ekki búist
við, og hrópaði:
»Gáið að hvað þér gerið! Hvað er að yður?! Æ! Hjálp!4
Eg reif mig lausan, og án þess að mæla orð frá vörum
sneri ég frá henni og réðist á hann. Augu okkar mættust,
og hann fölnaði upp eins og Iiðið lík. Augu hans glóðu ein-
kennilega, og svo gerðist það, sem ég hafði heldur ekki bú-
ist við, að hann skreið alt í einu inn undir slaghörpuna og
flúði eins og fætur togaði út um dyrnar.
Eg ætlaði að þjóta á eftir honum, en komst ekki áfram,
því einhver þungi hafði lagst um vinstri handlegg minn. Það
var hún. Eg barðist um og reyndi að losa mig, en hún hélt
dauðahaldi og varnaði mér. Þessi óvænta hindrun, þyngslin af
líkama hennar og þó einkum snertingin, sem mig hrylti við>
gerði það að verkum, að ég varð hamstola, og ég gladdist
með sjálfum mér yfir því hve ógurlegur ég hlyti að vera
ásýndum. Eg hélt áfram að reyna að losa vinstri handleggm11-
Loks tókst mér með herkjum að rífa mig lausan, en rak um
leið olnbogann framan í hana, svo hún veinaði upp yfir siS
af sársauka og slepti.
Eg ætlaði nú að æða á eftir honum, en þá datt mér alt •
einu í hug hve hlægilegur ég hlyti að vera, þar sem ég hlyP*
á sokkaleistunum eftir elskhuga konunnar minnar, en ég vi^1
ekki vera hlægilegur heldur ógurlegur ásýndum. Þó að ég
væri tryltur af reiði, gleymdi ég aldrei þeim áhrifum, sem ég
hafði haft á þau bæði, og hagaði mér að nokkru leyti þar
eftir. Hún hafði látið fallast á legubekk. Þar lá hún og hélt
höndunum að augunum, sem voru blóðhlaupin eftir högg$'
sem ég hafði veitt henni. Hún horfði á mig, og bæði augna-
ráð hennar og allur svipurinn sýndi svipað hatur og svipaða
hræðslu eins og rottan finnur til, þegar hún horfir á mann
úr gildru, sem hún hefur verið veidd í, og henni er haldið