Eimreiðin - 01.07.1932, Side 184
416
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIDIN
um í lífslykkið, þar sem hann hafði fyrst mætt mótspyrnu>
en síðan stungist á kaf upp að hjöltum. Og mér rann kalt
vatn milli skinns og hörunds.
»Jú, þetta er víst alt rétt!« sagði ég við sjálfan mig, »°9
nú kemur röðin að mér«. En þó að ég hugsaði þannig, var
mér þó fullljóst, að ég mundi ekki fara að fremja sjálfsmorð?
Eg stóð samt á fætur og tók skammbyssuna. En það und-
arlega skeði, að þótt ég væri oft að því kominn að fremja
sjálfmorð og mér fyndist það harla auðvelt, svo sem á járn-
brautinni, af því ég gerði mér þá í hugarlund, að það mundi
falla henni þungt, þá var ég nú svo fjarri því að svifta miS
lífi, að mér fanst slíkt alls ekki geta komið til mála.
Enn var barið að dyrum. »Það var líka satt«, hugsaði ég.
»fyrst er rétt að vita hver það er, sem stendur fyrir utan oS
ber að dyrum. Nógur er tíminn*. Um leið lagði ég skamm-
byssuna frá mér á borðið, faldi hana undir dagblaði, stóð
upp, dró slána frá hurðinni og opnaði. Það reyndist að vera
mágkona mín, góðlynd en fremur fáfróð ekkja, sem stóð fyr'r
utan og barði.
»Hvað hefur komið fyrir, Vasja?« sagði hún, en tárin
flóðu í lækjum niður kinnarnar — þau skorti aldrei hjá henni-
»Hvað hefur komið fyrir?« spurði ég hranalega. Ég fann
reyndar, að það var ástæðulaust af mér að vera hranalegur
við hana. en ég gat ekki annað.
»Vasja! Hún er að deyja! Ivan Sacháritsch segir, að þa^
sé úti um hana. Ivan Sacháritsch var læknir konu minnar oð
hafði jafnan verið trúnaðarmaður hennar.
»Er hann nú kominn?« spurði ég, og um leið bálaði miff
gamla hatur til hennar upp á ný.
»Vasja, farðu inn til hennar. Þetta er alt svo hraeði'
legt«.
»/4 ég að fara inn til hennar?« spurði ég sjálfan mig,
um leið fanst mér að ég ætti að gera það, því að það mund'
eiga við, eftir að eiginmaður hefði myrt konu sína, að vera
þá yfir henni, meðan hún væri að skilja við. »Ef þetta á v'^’
þá verð ég að fara«, hugsaði ég. »Mér vinst víst nógur tm"
til að framkvæma hitt« og hafði þar í huga skammbyssuna
og sjálfan mig. »Bíddu«. sagði ég við mágkonu mína,