Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 186
418 KREUTZER-SÓNATAN eimREIÐIM
»Loksins . . . loksins . . . tókst þér ... það, sem þú
vildir . . . að drepa mig!*
Þrátt fyrir kvalirnar og návist dauðans, bar andiit hennar
nú aftur glögg einkenni kuldans gamla og hatursins dýrslega,
sem ég þekti svo vel.
»En börnin . . . skaltu ekki . . . fá«, hélt hún áfram með
sömu erfiðismunum. »Systir mín . . . hérna . . . ætlar að . • •
annast um þau*.
Öll hennar orð snerust um sjálfa hana og börnin, en það
sem mér fanst skifta mestu máli, sekt hennar og svik, nefndi
hún ekki á nafn, eins og það væri ekki umtalsvert.
»Já, nú geturðu glaðst . . . yfir . . . verki þínu!« sagð>
hún með grátstaf í kverkunum og horfði til dyranna, þar sem
systir hennar stóð með öll börnin. »Þarna sérðu . . . hvað
þú hefur gert!*
Mér varð litið á börnin og síðan á hána, á andlit hennar
sært og bólgið, og þá gleymdi ég loks sjálfum mér, réttind-
um mínum og drambi. Nú fyrst sá ég, að hún var mannleS
vera og að alt, sem áður hafði sært mig djúpu sári, afbrýðis*
semin og alt sem henni fylgdi var einskisvirði í samanburði
við það, sem ég fann að ég hafði gert, og ég hefði feginn
viljað varpa mér flötum fyrir fætur henni til þess að biðja
hana um fyrirgefningu, ef ég að eins hefði þorað það.
Hún lá um stund með lokuð augu og þagði. Kraftarnir
voru á förum. Það fór titringur um afskræmt andlit hennar
um leið og hún ýtti mér hægt frá sér með annari hendinm
og sagði:
»Hvers vegna hefur alt farið svona? Ó, hvers vegna?*
»Fyrirgefðu mér!« sagði ég.
»Fyrirgefa . . .« endurtók hún, »það er ekkert nema bull-
Ó, að ég fái að lifa!« hrópaði hún svo hástöfum, reis upp 1
rúminu og horfði á mig æðisgengnum augum. »]á, þn "
þú hefur nú fengið, það sem þú vildir! Hvað ég hata þi’S!<
Svo æpti hún upp yfir sig í hálfgerðu óráði: »Ó, Æ! Dreptn
mig þá! Dreptu mig strax! Ég er alls ekki hrædd! En öl! 1
einu, öll í einu og hann með . . . Hann fór, hann fór!«
Nú misti hún meðvitundina. Og eftir það rankaði hún aldrei
við sér. Hún skildi við um hádegi þenna sama dag.