Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 191
eimreiðin
FRA LANDAMÆRUNUM
423
en hann flutti okkur uppeftir fimm
vikum áður og er talinn að vera
gæddur dularhæfileikum, — hafði
ekki að eins dreymt að við kæm-
nm sömu leið til baka, heldur
einnig að við kæmum viku fyr en
við höfðum gert ráð fyrir. Að því
er við gátum næst komist var með
ðllu útilokað, að hann gæti vitað
um ferðir okkar. En við mættum
honum með hest sinn, fáeinum
röstum fyrir neðan ísbrúnina, og
það varð okkur til happs, því
eftir það gátum við komist áfram
tálmunarlaust niður að strönd-
inni“.
[Prásögn þessi er hér tekin eftir viku-
blaðinu «Light« frá 2. sept. þ. á. Leiðang-
Ur*nn, sem hér er um að ræða, mun vera
yatnajökuls-leiðangur Cambridge-mannanna
1 sumar, og væri fróðlegt að vita frá hin-
Ulu íslenzka leiðsögumanni þeirra sjálfum,
^vort rétt er hermt um drauminn. Ritstj.].
Tilburðir. Áður hefur hér í
rihnu birzt grein um rannsóknir
þær,
sem fram hafa farið á fyrir-
krigðum hjá miðlinum fræga Mar-
Sery, í Boston (Þáttur úr sögu sál-
r®nna rannsókna, Eimr. 1929, bls.
^8—303). Rannsóknunum hefur
síðan verið haldið áfram. Nýjasti
liðurinn í þeim eru athuganir á
tilburðum (apports) á átta fundum,
sem haldnir voru með Margery á
tímabilinu 5. júní til 8. júlí í sum-
ar. Hefur forseti Amerfska sálar-
rannsóknarfélagsins, William H.
Button, skýrt frá árangrinum af
þessum fundum í ágústhefti annála
félagsins þ. á. Vandlega læstir kass-
ar, innsiglaðir, bundnir og merktir
hvað eftir annað, til að þekkja þá
aftur, voru dulfluttir inn á fundina.
Stundum voru þeir tómir, stundum
í þeim allskonar hlutir. „Walter",
hinn fjölhæfi ósýnilegi stjórnandi
miðilsins, lét hlutina fljúga með
leyfturhraða inn og út gegnum heilt
og nefndi þá rétt í svarta myrkri.
Stundum kom það fyrir, að hlutir
fundust, sem enginn vissi hvaðan
gátu verið komnir. T. d. fanst forn-
rómverskur peningur (denar) eitt
sinn í einum kassanum. Hvernig
má þetta ske? Um þá spurningu
brjóta nú rannsóknarmennirnir heíl-
ann. Hr. Button virðist hallast að
því, að kenningin um fjórðu víðátt-
una geti orðið til að skýra þessa
dularfullu flutninga.