Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 193
eimreiðin
RADDIR
425
°l<kar, þá eigum viÖ vel viðunandi bók um hana handa börnum, þar
sem er íslandssaga Jónasar Jónssonar. En lakar hefur verið séð fyrir
unglingunum. íslandssaga Jóns Aðils, sem er að mörgu prýðileg bók,
er rituð á þeim fímum, þegar börn fengu litla eða enga fræðslu í sögu.
Hún er því eðlilega samin með alt öðru sniði en nú þarf að vera á
s°gu handa unglingum, þegar íslandssaga Jónasar er lesin og lærð í öll-
um barnaskólum. Auk þess hefur viðhorf manna til sögunnar breyzt
nokkuð á síðustu árum. íslendingasaga Arnórs Sigurjónssonar er þess
ve9na mikill fengur fyrir unglinga og unglingakennara. Sú bók er rituð
n>eð hliðsjón af námsbók barnanna, farið lauslega út í ýms þau atriði,
sem þar er rækilega sagt frá, og mest rækt Iögð við að sýna andlega og
verklega menningu þjóðarinnar og skýra samhengi og orsakakeðju sög-
unnar. Auk þessa hefur Arnór lagt mikla stund á að raða efninu sem
skipulegast og láta það fara saman, sem saman á. Má segja, að honum
hafi tekist það prýðilega, því að aðfinslur eins og að það sé „helzi til mikil
röskun á tímatalssamhengi að láta frásögnina um tilraun Ólafs Haralds-
sonar til að ná íslandi undir sig 1024 koma á eftir viðburðum, er gerast
'253“, sanna með lítilvægi sínu hve vel hefur tekist. Þessi tilraun Ólafs
kemur þróun kirkjunnar og baráttu ríkis og kirkju ekkert við og á því
aHa ekki heima í þeim köflum, er um það fjalla, og þá ekki heldur í
köflunum um menningu og ritlist, en hún er sjálfsögð sem forspil að
kinum mikla harmleik íslenzku þjóðarinnar, þar sem Noregskonungur
vinnur sigur á sjálfstæði hennar og frelsi.
Svo má segja, að saga þjóðarinnar sé eigi nema hálfsögð, ef ekki er
sa9t allítarlega frá bókmentum hennar. Þykir mér enginn galli verri á
s°9u Jóns Aðils en sá, hve lítið er þar talað um þá hluti. Úr þessu
hefur Arnór bætt ágætlega. Eru það þó gallar, eins og ritdómarinn tekur
'ram, að Bólu-Hjálmars og Breiðfjörðs er að engu getið. Sýnist einsætf
aö laga það í annari útgáfu. Einnig fyndist mér vel sæma, að glögglegar
v*ri greint frá þýðingu rímnanna fyrir viðhald tungu þjálfaðrar til
'ióðagerðar. í sambandi við þetta langar mig til að biðja hr. Jóhann
Sveinsson frá Flögu, sem er mér miklu margfróðari og víðlesnari mað-
Ur> að benda mér á þessi „sérstöku bókmentasöguágrip", sem „oftast“
eru „notuð við kensluna". Mig minnir að bókmentasaga Sigurðar Quð-
^vndssonar nái ekki nema fram yfir 1400 og saga Finns Jónssonar að
Slöaskiftunum, en hin ágæta ritgerð Einars Ólafs Sveinssonar um bók-
J^entir eftir siðaskiftin sé aðeins prentuð í Tímariti Þjóðræknisfélags
estur-fslendinga, og varla mun það rit „oftast" notað við kensluna.
Þess er ekki að dyljast, að sumar söguskýringar Arnórs munu þykja
0rka nokkurs tvímælis, enda ekki annars að vænta, því að skoðanir
n'anna á orsökum og afleiðingum í sögunni eru næsta ólíkar. Annars
Serir Arnór sér far um að greina frá mismunandi skoðunum, ef til eru„
°9 er þá naumast með sanngirni hægt að heimta að hann þegi yfir sinni
0l9m skoðun, þótt hún kunni að skera sig nokkuð úr. Er og söguskoðun
r"órs yfirleitt heilbrigð og skynsamleg, enda hefur ritdómarinn ekkl