Eimreiðin - 01.07.1932, Page 195
eimreiðin
RADDIR
427
Er meiri hlutinn með bannlögunum? Hinn 15. september 1932
var tala innkominna svara við spurningu Eimreiðarinnar — Vill íslenzka
þjóðin afnema bannlögin ? — þessi:
191 hafa svarað neitandi.
152 hafa svarað játandi.
2 svör voru svo óákveðin, að ekkert varð af þeim ráðið um afstöðu
höfunda þeirra til spurningarinnar. Sem stendur hallar töluvert á andbann-
'nSa. Enn verður svörum veitt móttaka til næstu áramóta, en svör, sem
berast eftir 1. janúar 1933, verða ekki tekin með í lokaniðurstöðunni af
fyrirspurninni, sem verður birt í 2. hefti Eimreiðarinnar 1933. Auðvitað
hefur aldrei verið gert ráð fyrir öðru en að lítill hluti allra atkvæðisbærra
manna svaraði spurningunni, eða aðeins þeir áhugasömustu með og móti,
en niðurstaðan getur þó gefið nokkra leiðbeiningu um að ætla rétt á um
þjóðarviljann í þessu máli. Hér skulu birt fáein þeirra svara, sem borist
hafa síðan 2. hefti þ. á. kom út. Rúmið leyfir að eins örfá.
M ó t i:
Bannlögin veyna, eigi síður en önnur lög, á siðferðisþroska og þrek
e'ustak!inganna og eigi sízt þeirra, er löggæzlu hafa. Sé eigi tilfinnan-
lesur skortur á þeim kostum, þarf ekki að óttast vínbrugg né smyglun.
Engar líkur eru fyrir því, að þeir kostir vari, þó að sterkum drykkjum
bætt við þá er þykja daufir, og ekki heldur því, að menn hafi í raun
°S veru ráð á að kasta frá sér viti — þó eigi sé nema á stundum.
Guðmundur Arnason í Múla.
Eins og stendur er ekki fullkomið bann á Islandi, heldur hálfbann.
En þjóðin á ekki að afnema það. Það er vitanlegt og sannað meðal
bióðanna, að því meiri takmarkanir á áfengisútlátum, því minna drukkið,
i3Vl minni takmarkanir, því meira drukkið. Löggjöf þjóðanna miðar að
i}Vl að fyrirbyggja, að einstaklingar geri heildinni eða yfirleitt öðrum
tjón með framferði sínu. Því eru áfengisbannlög réttmæt. Enginn maður
n,a óhindrað eyðileggja líf foreldra, konu, barna, systkina með áfengis-
nautn. Áfengi er eitur og því hættulegt, það eyðileggur lífsgleði, þroska
°3 starfsemi fjölda manna, en gerir aldrei gagn í neinni mynd, nema ef
Vera kynni í lyfjum.
S" mesta takmórkun, sem náðst hefur á áfengisnautn, er gegnum
fullkomið bann. Enginn, sem ætlar að skara fram úr andlega eða Iíkatn-
^e9a, má bragða vín. Vísindin hafa löngu sannað, að hafi bílstjórinn
úeukkið vín, er hann seinni að stöðva vagninn, íþróttamaðurinn verður
aftur úr, læknirinn óhæfur, námsmaðurinn sljór. Slíkt á að útiloka með
ogum — fullkomnum bannlögum. Og þeim á og má framfylgja með
e‘lbrigðu almenningsáliti, skylduræknum lógreglustjórum, duglegri
°sreglu% — Heilbrigð skynsemi heimtar áfengið útlægt.
Felix Guðmundsson.