Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 196
428
RADDIR
eimreiðin
íslenzka áfengislöggjöfin þarf stórra umbóta við. Fyrst og fremst þarf
að gera Spánarvínin algerlega landræk. Ollu vínbruggi í landinu sjálfu
er líka nauðsyn að útrýma. — Reynslan sýnir að þorri manna neytir
víns, ef það er fáanlegt, sér til stórskaða og skammar. Þannig háttalaS
hefur sín áhrif á þjóðarheildina, þessvegna er knýjandi ástæða fyrir is-
lenzku þjóðina að herða á banninu og loka af fremsta megni öllum leið-
um vínsins inn í landið og um það.
Þorsteinn Kristleifsson, Gullberastöðum, Borgarfjarðarsýslu.
Frá „nontemplara
Vil halda bannlögunum í fylsta gildi.
Vil, að eftirlit með, að þeim sé hlýtt út í yztu æsar, sé aukið til
stórra muna.
Vil, að refsingar og sektir við brotum gegn þeim sé mjög mikið
þyngdar.
Vil banna öll Spánarvín.
Bruggarar og leynisalar sæti sömu hegningu og landráðamenn þjóð-
félaga. I0/7 1932.
Jóhann Bjarnason, Sunnuhvoli, Búðardal.
Nesi í Norðfirði, 12. ágúst 1932.
Herra ritstjóri.
Alit mitt á bannlögunum er í fám orðum þetta:
Island hefur ekki verið bannland síðan Spánarsamningarnir gengu r
gildi, en meðan bannlögin voru óskert, reyndust þau vel. — Ástæðan td
vasandi drykkjuskapar, bruggs og smyglunar er ekki þau slitur bann-
laga, sem enn eru eftir, heldur nautnasýki og ólöghlýðni almennings,
hirðuleysi og ótrúmenska lógreglustjóranna, gróðafýkn og samvizkuleyst
Iækna og áfengissala, stöðugur undirróður þeirra, sem vildu vínið inn 1
landið, og loks óskynsamlegt undanhald bindindisvina og templara, eftir
að lögin komust á. Loks á innflutningur Spánarvina og aðrar tilslak-
anir sinn mikla þátt í því að gera þjóðina ósjálfstæðari gagnvart of'
beldi Bakkusar. Afnám bannlaga gæti ekki frekar leitt til þess, að menn
hættu að drekka en afnám boðorðanna mundi verða til þess, að hxtt
yrði að stela eða drýgja hór. Einnig sýnir reynzlan, að bæði brugg °3
smygl á sér stað í löndum, sem ekki hafa bannlög, og hingað til lands
er smyglað fjölda-mörgu, sem ekki er eða hefur verið bannvara, t. d.
tóbaki, skófatnaði o. fl., vegna tollanna. Hagnaðarvon smyglaranna
hverfur því aðeins að áfengið verði tollfrjálst, en þá fer skörin að færast
upp í bekkinn, ef Iandsmenn eiga að greiða ærna skatta af mat sínunt
og klæðnaði, en skaðleg nautnalyf flytjast óhindrað og tollfrjálst inn í landið■
Ég vil fullkomin og fleygalaus bannlög. Jakob Jónsson.
I löggjöf vorri eru aðallega þrír flokkar laga, er teljast mega sérstak-
lega lög lítilmagnans, og í nafninu er réttmæti þeirra fólgið: Lög um