Eimreiðin - 01.07.1932, Page 197
eimreidin
RADDIR
429
dýrin, um börnin og um sjúklingana. Dýrið er lítilmagni frá sjónarmiði
fnllkomnunar-möguleikans og hins andlega kraftar, meginmagns tiluer-
unnar. Barnið, með hinum frumstæðu lífshvötum dýrsins, en ómælilega
miklu þroskunarmöguleikum, er lítilmagni, er þarf hjálpar við til þess
vaxtartakmarks að verða siðleg vera ■— maður. Sjúklingurinn er lítil-
magni sakir þrauta-ástands og lamaðra lífskrafta. Viðreisnin er fólgin í
burttekning sjúkdómsorsakarinnar. Drykkjuskapurinn er bæði sjúkdómur
°g barnaskapur. Drykkjumaðurinn er sjúklingum sjúkari og börnunum
barnalegri. Og hann er á hraðri leið frá hæðum mannlegrar tignar niður
til dýrsins. Til hjálpar slíkum vesalings lítilmagna mætast hugsjónir
áðurnefndra laga í einskonar hærri einingu: bannlögunum. / þessu er
fólgið réttmæti þeirra og kröfuréttur — ekki til sjúka lítilmagnans heldur
ttl hins heilbrigða, sterka, vitra manns — mannanna, bræðranna, þegn-
anna, sem syngjandi, talandi og skrifandi segjast vilja fórna jafnvel Iífinu
fprir land og þjóð. Krafan er, að þeir þá að minsta kosti sýni í verki
að þeir fórni áfenginu. — Island þarf heilsteypt, fullkomin bannlög
borin uppi af helgri, brennandi sannfæringu fjöldans, og vilja til verndar
°S hjálpar einstaklingum og til viðreisnar í þjóðfélagsvandræðunum —
en andmælt af fáum, þeim einum, er aðeins hafa til þess hreinar hvatir.
7. Þ. B.
Með:
Reyðarfirði, 2/s 1932.
Eg hef aldrei verið það, sem alment er nefnt drykkjumaður. Þegar
leitað var atkvæða um bannlögin, neytti ég víns á stundum. Greiddi ég
atkvæði með þeim, vegna göfgi hugsjónarinnar. Síðan hef ég ekki neytt
víns, né mun gera, ef alt fer með feldu. En nú mundi ég óhikað greiða
atkvæði með afnámi þeirra. Þau hafa verið prófsteinn, sem sýnir, að
hjóðin er ekki nógu þroskuð til að hlýða þeim. Enda eðlilegt, því þau
hafa framar öðrum lögum deilt og deila á siðferðisþroska þeirra, sem
aetla mæiti að gengi á undan öðrum í löghlýðni og reglusemi, þessvegna
orðið siðspillandi. Það er því siðferðisskylda löggjafans að afnema þau,
en hlynna sem mest að aukinni og hollri bindindisstarfsemi.
Sveinbj. Guðmundsson.
A íslenzka þjóðin að afnema bannlögin?
Já, vegna ósamræmis í löggjöfinni.
Ríkið hefitr einkasölu á léttum vínum og selur þau dýru verðí, en
auðvelt að framleiða sjálfur áfengi, og álíta ýmsir það gert í hvern sveit.
Dtvarpið flytur við og við fréttir um það, að lögreglan hafi fundið
heimatilbúið áfengi, eða smyglað. „Landinn“ er sterkari en einasöluvínin.
Afengisframleiðendur hér oft dæmdir til að greiða háar sektir og í fangelsi
Hka; einnig dæmdir í fangelsi, ef sektin greiðist ekki tiltekinn dag.
Alíka sektir og fangelsi fyrir vínsmyglun. Heimabrugg og smyglun virð-
lst aukast. Er því hættuleg atvinnugrein, nú í kreppunni. Ríkið hefur