Eimreiðin - 01.07.1932, Síða 198
430
RADDIR
eimreiðin
engar tekjur af þessu, annað en sektir, ef þær þá greiðast. Álít betra
að hafa vínsölu frjálsa. Þá eykst bindindi alstaðar. — Bindindi kennir
mönnum að forðast ofnautn áfengis; vínbann gerir hið gagnstæða. Betra
að alast með hættunni og kunna að forðast hana en þora ekki að kynn-
ast henni. — Þetta ósamræmi í bindindis- og hegningarlögunum sýnir
prýðilega þroska þingmannanna og þjóðarinnar í heild.
Kíjástrónd, 19. júní 1932.
Gunnar Þórðarson.
Bannlögin á að afnema I
1. Af þvi að þau hafa á engan hátt náð þeim góða tilgangi, sem skyn-
samlegt virtist í upphafi að ætla þeim að ná.
2. Af því að þau hafa ekki megnað að firra æskuna þeirri freistingu,
sem vínið býður upp á. Það hlutverk bannlaganna var að óreyndu
höfuðmeðmæli þeirra.
3. Af því að ókleift repnist að varna lögbrotum — vegna lítilsvirð-
ingar mikils hluta þjóðarinnar á Iögunum — verða áhrif þeirra
siðspillandi. Björn Þorkelsson,
Hnefilsdal.
Ég var mótfallinn aðflutningshanninu frá öndverðu og vænti lítds
góðs af því, en ég mun þó tæpast hafa gert mér í hugarlund, að það
prði til jafn-mikils skaða og skammar, sem mér sýnist raun hafa orðið á-
lAér er með öllu óskiljanlegt, að einlægir bindindismenn skuli enn í dag
mæla því bót, eftir alla þá reynslu, sem fengin er. Ef til vill er það af
því, að mönnum er ekki Ijóst hvaða fyrirkomulag skuli upp tekið í stað-
inn, og er þar að vísu úr vöndu að ráða. En sá vandi vex því meir
sem bannið stendur lengur. Einu mennirnir, sem skiljanlegt er að vilj1
halda í bannið, eru þeir „heiðursmenn“, er stunda þær atvinnugreinar,
sem bannið hefur skapað: smyglun og brugg.
6/s 1932. S. 7-
Leiðrétting.
Kaeri herra rifstjóri!
I síðasta hefti Eimreiðarinnar er grein um „Skáldskap og ástir", Þar
sem sagt er að ég hafi talið, að höf. Vefarans mikla frá Kasmír haf>
„með þeirri bók sýnt, að hann væri hálfa öld á undan samtíð sinni •
Þetta hef ég aldrei sagt. Og ekkert þessu sviþað. Ég hef aldrei komist
svo að orði um nokkurn núlifandi mann. Ég hef aldrei gert neinn al-
mennan samanburð á Halldóri Kiljan Laxness og samtíð hans — hvorki
samtíð hans á íslandi né samtíð hans í heiminum, eins og greinarhöfundur
virðist vilja gefa í skyn.
Þau orð úr ritdómi mínum um áðurnefnda bók, sem greinarhöf. r»un
þykjast styðjast við, hljóða svo: „Þróun tímaborins íslenzks sögustíls
tekur hálfrar aldar stökk með þessari bók H. K. L.“. Mér er ánægja