Eimreiðin - 01.07.1932, Qupperneq 199
EIMREIÐIN
RADDIR
431
mega endurtaka þessi orð, og þaö því fremur sem stílgáfa og frásagnar-
l'st H. K. L. færist í aukana með hverri nýrri sögu, sem frá honum
líemur, enda þótt hér og þar kunni að orka tvímælis um orðafar hans.
Það er ilt að þurfa að eyða rúmi Eimreiðarinnar í leiðréttingar á
rangfærslum. En þessir menn, sem endilega þurfa að vera að skrifa, þó
nö þeir séu þess ekki megnugir — hvort sem það er af greindarleysi
eða öðrum ástæðum — að segja nokkurn veginn rétt og skammlaust frá
skýrt orðaðri og viilulaust prentaðri hugsun annars manns, — þeir eru
hha, satt að segja, herra ritstjóri, ákaflega þreytandi og leiðinlegir. Um
það hljótum við að vera sammála. Kristján Albertsson.
[Það er réft hjá höfundi ofanritaðrar athugasemdar, að ilt er að eyða
rumi Eimreiðarinnar í leiðréttingar á rangfærslum, en hún vill þó taka
þessari athugasemd með gestrisni, ef það mætti verða til þess að menn
al'uðu sig betur en áður á því, hvar skipa skuli umræddu „hálfrar aldar
stökki" Laxness niður í tímanum. Hinsvegar er rétt að benda á það, að
hvað sem annars má segja um ádeilugrein hr. Á. ]., „Skáldskapur og
astir", í 2. hefti Eimreiðarinnar þ. á., þá hef ég þegar fengið nokkuð
0rækar sannanir fyrir því, að hún hefur yfirleitt hvorki þótt þreytandi
n® leiðinleg. Ritstj.]
»Þjóðarbúskapur og tölur“. Úr bréfi utan af landi, dags. 15/s ’32:
— — „Qrein Brynjólfs Stefánssonar, „Þjóðarbúskapur og tölur“, í
siðasta hefti Eimreiðarinnar, hefur opnað betur á mér augun fyrir því,
hvar íslenzka þjóðin stendur nú, en allar hinar mörgu flokkspólitísku
Sreinar samanlagðar, sem ég hef lesið í blöðunum síðan ég fór að fylgj-
ast með þjóðmálum. Qrein Brynjólfs á að lesast — og lesast oft — af
hverjum atkvæðisbærum manni í þessu Iandi“. J. S.
Verðlaunasamkepni:
Eimreiðin heitir 100 króna verðlaunum fyrir beztu frum-
s°mdu smásöguna, sem henni berst til birtingar fyrir lok
þessa árs. Sagan má ekki vera lengri en sem svarar 12 Eim-
reiðarsíðum með meginmálsletri. Sagan skal merkt dulnefni,
en nafn og heimili höfundar fylgi í lokuðu umslagi. Réttur
er áskilinn til að láta verðlaunin falla niður, ef engin þeirra
smásagna, sem inn koma, telst þeirra verð.