Eimreiðin - 01.07.1932, Page 204
436
RITSJÁ
eimreiðin
I þessari sögu er það íhugunin fremur en athöfnin, sem mest gaetir.
Honum verður þvf ekki lengur með réttu borin slík grunnfærni á brýn,
og það er ástæða til að bíða með eftirvæntingu hverrar nýrrar bókar,
sem frá honum kemur.
Guðbrandur Jónsson: MOLDIN KALLAR OG AÐRAR SÖGUR-
Rvík 1932 (01. Erlingsson). — Þessar smásögur, sem eru níu talstns,
eru ritaðar af fjöri og sumstaðar af góðri fyndni, en efnið ýmist úr is"
lenzkri, þýzkri og jafnvel alþjóðlegri nútíð eða sótt alla leið aftur í >s'
lenzka kaþólsku, svo sem frá dögum Gottskálks grimma. Nútímasögurnar
bera það með sér, að höfundurinn hafi farið víða og kynst ýmsra þjóða
siðum og háttum. Sækir hann stundum söguefni sín í líf erlendra þjóða,
en svo stendur hann einnig föstum fótum í íslenzkri mold, og það gefur
sögum þessum gildi. Er svo um þær sögurnar, sem erlendis gerast, að
þeim lýkur á íslenzkum vettvangi, eða inn í frásögnina dregst eitthvert
atvik að heiman, sem verður svo meginþáttur sögunnar. Jafnvel þó
manni fir.nist stundum sem léltmeti sé á ferðinni á borð við reyfara,
bætir þetta einkenni mjög fyrir, og lesandinn fer að finna til með útlöS'
unum, sem moldin kallar heim. Þessari þrá eftir íslenzku moldinni er
einkum vel Iýst í tveim sögunum, þeirri, sem bókin er heitin eftir, °S
sögunni Óþolinmæði, sem er einkennilega skýr mynd af Kanada-íslenú
ingi, er hverfur heim lil íslands aftur eftir 25 ára fjarveru, en þekk,r
þá hvorki fornar slóðir, höfuðborgina, né fólkið þar aftur. Loks kann
ast hann við sig suður í kirkjugarði við knéháu moldarleiðin, því þann'S
höfðu þau verið „áður en borgin hvarf". En bezta sagan í bókinni heilir
Pygmalion og gerist í kaþólskum sið, í klaustrinu á Þingeyrum.
Sig. B. Gröndal: BÁRUJÁRN. Rvík 1932 (Bókaútg. Gunnars og Si9
urðar). Sögur þessar eru flestar úr Reykjavíkurlífinu og af bárujárn5
bænum, sem höfuðborgin íslenzka er stundum nefnd, mun nafnið á bók
inni sennilega dregið. Þær eru flestar Iiðlega samdar, en heldur veigali*lar
sumar. Það leynir sér ekki, að stundum mistekst höfundi að ná tökurn
efninu. Svo er t. d. um söguna Sokkabandið, þar sem Iausatökin eru
áberandi, að efnið gengur höfundinum að nokkru leyti úr greipum. B
er síðasta sagan, Rauðar varir. Er það allgóð lýsing á æfikjörum ungr*r
stúlku, sem borgarlífið hefur heillað út á hálan ís, svo hún ræður sef
að lokum bana. Stíllinn á sögunum er viðfeldinn og blátt áfram.
STUÐLAMÁL III. Margeir Jónsson hefur safnað og búið til Pre"jj
unar. Ak. 1932 (Bókav. Þorsteins M. Jónssonar). í þessu þriðja btn
Stuðlamála eru vísur eftir tuttugu og tvö alþýðuskáld, ásamt viðau ^
Vísurnar eru upp og ofan, eins og gengur, en yfirleitt er verk safnaU
og útgefanda þessa alþýðuskáldskapar Iofsvert og veitir vafalaust
elsku fólki marga ánægjustund. Því fjöldi vísna eru í öllum þrem
unum, sem eru prýðilega kveðnar og sumar hreinar perlur. VrK!