Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 26
innflutning sem söluaðila er stendur í grundvallaratriðum jafnfætis framleið-
andanum og eigenda vörumerkisins í skilningi vörumerkjatilskipunarinnar. Þar
af leiðandi er ekki sjálfkrafa hægt að meta markaðssetningu og nýja hönnun
eftir „nauðsynjareglunum“. Þess í stað verður að fara fram heildarmat á hags-
munum eiganda vörumerkisins og þess aðila sem stundar samhliða innflutning.
EFTA-dómstóllinn taldi að dómstóll aðildarríkisins yrði að meta hvort hönnun
pakkninga Paranova væri til þess fallin að skaða orðstír vörumerkis Merck,
hvort vörumerkið væri notað með þeim hætti að gefið væri í skyn að tengsl
væru á milli Paranova og Merck og hvort markaðssetning á vörum Merck undir
þeirra vörumerki af ýmsum aðilum sem stunda samhliða innflutning og pakka
vörunum á ýmsa vegu ylli hættu á útvötnun vörumerkisins. Ef svo væri gæti
eigandi vörumerkisins haft haldgóðar ástæður í skilningi 2. mgr. 7. gr. til-
skipunarinnar til þess að mótmæla notkun Paranova á lituðum röndum.
4.6 Ríkisábyrgð til handa fyrirtækjum í eigu hins opinbera telst vera
ríkisstyrkur
I Husbanken II-málinu,51 nr. E-4/97, voru málavextir þeir að samband
norskra fjármálafyrirtækja (Norwegian Bankers’ Association) lagði fram kvört-
un við Eftirlitsstofnun EFTA þar sem því var haldið fram að ríkisábyrgð til
handa Husbanken, norska húsnæðisbankanum, gæti talist ríkisstyrkur sem bryti
í bága við 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Eftirlitsstofnun EFTA komst að
þeirri niðurstöðu að ríkisábyrgðin væri í raun ríkisaðstoð sem væri í grund-
vallaratriðum réttlætanleg á grundvelli 2. mgr. 59. gr. EES-samningsins þar sem
Husbanken veitti þjónustu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu. Samband
norskra fjármálafyrirtækja fór í mál á grundvelli 36. gr. EES-samningsins og
krafðist ógildingar á þessari ákvörðun. EFTA-dómstóllinn taldi að stofnun eins
og Husbanken gæti fallið undir skilgreiningu 2. mgr. 59. gr. EES-samningsins
um fyrirtæki sem falið er að veita þjónustu sem hefur almenna efnahagslega
þýðingu og að sú aðstoð sem urn væri að ræða væri nauðsynleg til þess að
Husbanken gæti starfað sem skyldi. Dómstóllinn ógilti hins vegar ákvörðun
Eftirlitsstofnunar EFTA á þeim forsendum að eftirlitsstofnunin hefði ekki tekið
nægilegt tillit til eftirfarandi atriða: a) Skilgreiningu þess markaðar sem um
ræðir, b) hvort til væru aðrar leiðir sem ekki röskuðu samkeppni að eins miklu
leyti, c) kostnaðar- og ábatagreiningar, og d) athugunar á því hvort meðalhófs-
reglunni hefði verið fylgt. Eftirlitsstofnun EFTA var því talin hafa ranglega
túlkað 2. mgr. 59.gr. EES-samningsins.
í íslcindsbanka-málinu5* nr. E-1/00, staðfesti EFTA-dómstóllinn að ríkis-
ábyrgð til banka í eigu opinberra aðila gæti talist ríkisaðstoð í skilningi 61. gr.
EES-samningsins. I sama máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
57 Skýrsla EFTA-dómstólsins 1999, bls. 1.
58 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000-2001, bls. 8.
320