Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 30
ingsins, jafnvel þótt hvert og eitt ákvæði geri það ekki. EFTA-dómstóllinn
komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að 54. gr. EES-samningsins gæti átt við
ef dómstóll aðildarríkis kæmist að þeirri niðurstöðu að KLP hefði markaðs-
ráðandi stöðu, eða að tengsl væru milli fyrirtækisins og aðildarfélaga Alþýðu-
sambands Noregs og að hegðun þeirra við að koma á eða framfylgja hinum
umdeildu ákvæðum kjarasamninganna hefði í raun komið í veg fyrir flutning á
lífeyrissjóðum frá KLP til annarra tryggingafélaga í þeim tilgangi að vemda
stöðu fyrirtækisins.
4.10 Mismunandi almannatryggingar eftir landsvæðum eru ígildi ríkis-
styrks
í máli nr. E-6/98 Ríkisstjórn Noregs gegn Eftirlitsstofnun EFTA65 hafnaði
EFTA-dómstóllinn beiðni ríkisstjómar Noregs um að ógilda ákvörðun Eftir-
litsstofnunar EFTA um að kerfi framlaga til almannatrygginga í Noregi fæli í
sér ríkisstyrk. Almannatryggingalög landsins frá 28. febrúar 1997 gerðu ráð
fyrir því að launþegar og vinnuveitendur greiddu framlög til almannatrygginga.
Fjárhæð iðgjalda launþega nam frá 0 til 14,1% og var reiknuð út á grundvelli
heildarlauna hvers launþega. Var hlutfall iðgjaldsins breytilegt eftir því á hverju
af fimm tilgreindum svæðum launþeginn hafði fasta búsetu. Hæsta iðgjaldið
var greitt í miðlægum sveitaifélögum í suður-Noregi og 0% á tilteknum svæð-
um í norður-Noregi. Rannsókn Eftirlitsstofnunar EFTA á málinu leiddi til
þeirrar umdeildu niðurstöðu að kerfið fæli í sér ríkisstyrki sem brytu í bága við
1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Eftirlitsstofnunin taldi að ekki væri hægt að
veita almenna undanþágu, en hluti styrksins gæti, að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum, fallið undir undanþáguákvæði e-liðar 3. mgr. 61. gr. EES-samningsins.
EFTA-dómstóllinn taldi að kerfíð ívilnaði ákveðnum fyrirtækjum og teldist
þess vegna ríkisstyrkur í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-santningsins, en teldist
ekki almenn ráðstöfun sem ákvæðið tæki ekki til. EES-samningurinn tekur að
meginstefnu ekki til skattkerfa einstakra aðildarríkja. I ákveðnum tilvikum geta
skattkerfi hinsvegar haft afleiðingar sem fallið geta undir gildissvið 1. mgr. 61.
gr. EES-samningsins. Meginskilyrði fyrir því að ráðstafanir teljist almennar er
að þær taki til allra fyrirtækja innan viðkomandi EFTA-ríkis. Jafnvel þó að
hagstæð iðgjöld stæðu öllum fyrirtækjum til boða taldi dómstóllinn að kerfið
veitti fyrirtækjum á þeim svæðum, sem lægra framlag átti við, betri samkeppnis-
stöðu vegna þeirrar miklu fylgni sem væri á milli staðsetningar fyrirtækis og
búsetu launþega þess. Vangaveltur um lögmæta stefnu í t.d. atvinnumálum og
framfærslurétt voru ekki taldar ráða úrslitum þegar metið var hvort 1. mgr. 61.
gr. EES-samningsins ætti við. EFTA-dómstóllinn taldi einnig að Eftirlitsstofnun
EFTA hefði réttilega byggt mat sitt á einkennum álagningarkerfisins sjálfs. Sú
staðreynd að lægri iðgjöld tóku einnig til fyrirtækja sem ekki voru í alþjóðlegri
samkeppni þótti ekki útiloka þau áhrif á viðskipti sem talin voru leiða af kerfinu.
65 Skýrsla EFTA-dómstólsins 2000, bls. 74.
324