Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 44
I þjóðarétti er það viðurkennt að ríki geti borið ábyrgð2 á tjóni sem það
veldur erlendu ríki (tjón opinberra starfsmanna eða hermanna, tjón á eignum
eins og skipurn og sendiráðum) eða erlendum ríkisborgurum ef ekki hefur verið
gripið til lágmarksaðgerða samkvæmt alþjóðlegum stöðlum til þess að tak-
marka tjón. Samkvæmt hefðum þjóðaréttar getur riki einungis orðið skaðabóta-
skylt gagnvart öðru ríki. Það á einnig við þegar ríki krefst skaðabóta vegna tjóns
sem ríkisborgarar þeirra eða stjómarerindrekar verða fyrir erlendis. Skaðabóta-
ábyrgð ríkis gagnvart erlendum ríkisborgara kom helst til álita þegar unr var að
ræða illa meðferð af hálfu yfirvalda, ólögmæta eignaupptöku án þess að full-
nægjandi bætur fengjust greiddar á réttum tíma og óbeina ábyrgð lögmætra
stjómvalda á gerðum stigamanna og uppreisnarmanna. Fyrir tíma þeirra fram-
fara sem átt hafa sér stað í seinni tíð á sviði mannréttinda- og mannúðarlaga var
óhugsandi að ríkið gæti með beinum hætti bakað sér bótaskyldu vegna tjóns
sem einkaaðilar urðu fyrir.
Arið 2001 kynnti Alþjóðalaganefndin loks eftir 50 ára umfjöllun tillögur að
reglum um ábyrgð ríkis á ólögmætum aðgerðum á alþjóðavettvangi. Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna hefur tekið mið af þessum greinum.3 í þessu sam-
hengi er áhugaverð skilgreiningin á ólögmætum aðgerðum ríkis á alþjóða-
vettvangi sem skilgreindar hafa verið sem aðgerðir sem felast í athöfn eða
athafnaleysi sem hægt er að rekja til ríkisins og teljast vera brot á alþjóða-
skyldum þess (grein 2), og sú regla að rfki beri ábyrgð á athöfnum allra stofn-
anna sinna hvort sem viðkomandi stofnun hefur löggjafar-, framkvæmdar- eða
dómsvald eða hefur hvers konar öðrum skyldum að gegna (grein 4). í þessum
ákvæðum er áfram stuðst við þá hugmynd að í málurn sem varða einstaklinga
eða lögaðila beri ríki ábyrgð gagnvart öðru ríki á alþjóðagrundvelli þegar ríki
heldur því fram að ríkisborgarar þess eða diplómatar hafi verið beittir órétti.
Að lokum má vísa til Mannréttindadómstóls Evrópu sem getur undir
ákveðnunt kringunrstæðum, þegar dómstóllinn telur að brotið hafi verið gegn
ákvæðum eða bókunum við sáttmálann, „dæmt tjónþola sanngjamar bætur“.4 í
þessu tilfelli er það mannréttindadómstóllinn sem leggur þá skyldu á herðar ríki
að greiða „sanngjamar bætur“ og tekur tillit til allra viðeigandi aðstæðna við
mat á bótafjárhæð. Við mat dómstólsins á fjárhæð bóta er ekki eingöngu tekið
tillit til raunverulegs tjóns eða skaða.
Evrópudómstóllinn hefur undanfarið, og þá sérstaklega síðan dómur féll í
Francovich-málinu,5 mótað hugtakið skaðabótaábyrgð ríkis og er þróunin í þá
átt að ríkið geti orðið bótaskylt gagnvart einstaklingum og aðilum í atvinnu-
starfsemi vegna vanrækslu á samningsskuldbindingum samkvæmt bandalags-
2 „Ábyrgð“ er ráðandi í hugtakanotkun í þjóðarétti, „bótaábyrgð" er yfirleitt eingöngu notað í
landsrétti.
3 Ályktun A/RES/56/83.
4 41. gr. (áður 50. gr.) Mannréttindasáttmála Evrópu.
5 Sameinuð mál nr. C-6 og 9/90 Francovich gegn Ítalíu, 1991, ECR 1-5357.
338