Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 75
fræðinga hjá hinu opinbera og skjólstæðinga þeirra. í fyrsta lagi gæti ástæðan að sjálfsögðu verið hin mikla virðing sem bæði stjómmálamenn og lögfræð- ingastéttin ber fyrir Evrópudómstólnum og dómafordæmum hans. Það er sam- eiginlegt stjómmálalegt markmið að viðhalda réttarríki, þar sem gilda sam- kvæmt skilgreiningu meginreglur um efnislegan rétt einstaklinga og atvinnu- rekenda og málsmeðferðarreglur til að tryggja og framfylgja þessum réttindum. Þegar sett lög kveða ekki nákvæmlega á um innihald þessara meginreglna, eða skilyrði fyrir beitingu þeirra, eru meginreglumar skýrðar nánar af dómstólun- um. Evrópudómstóllinn er æðsti dómstóll Evrópusambandsins og því líklegt að aðildarríki vilji styðja og styrkja þá þætti sambandsins sem snúa að dóms- kerfinu frekar en að draga saman hlutverk þeirra. Mörg aðildarríki gætu verið hlynnt þeim áhrifum sem Francovich-dóminum var ætlað að hafa. Án efa hefur einnig átt sér stað pólitísk umfjöllun þar sem rök eru færð gegn því að útiloka eða þrengja hugtakið skaðabótaábyrgð ríkisins.88 Hvað sem öðru líður þá hafa þrjár ríkjaráðstefnur verið haldnar um breyt- ingar á sáttmálanum þar sem aðildarríkin hefðu getað sett í sáttmálann ákvæði sem skýrðu frekar eða takmörkuðu umfang skaðabótaábyrgðar ríkisins. Það hafa þau hins vegar ekki gert. Þegar lagt var til á framtíðarráðstefnu ESB að meginreglan um forgang sambandsréttar fram yfir landsrétt yrði lögfest í drög- um að grein 1-10(1) í drögum að stjómarskrá sambandsins var tækifæri til þess að íhuga hvort gera ætti tillögu um að lögfestar yrðu aðrar reglur sem orðið hafa til í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins, en það var ekki gert varðandi skaða- bótaábyrgð ríkisins. Niðurstaðan verður því sú að hugtakið skaðabótaábyrgð ríkisins verður áfram hluti af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. Það hefur í för með sér að hugtakið getur með tímanum tekið ákveðnum breytingum, með möguleika til þess að þróast frekar, umfang þess getur aukist eða dregist saman. Nú þegar höfum við séð Evrópudómstólinn gera breytingar á beitingu hugtaksins og það mun hann líklega gera áfram. Ekki er hægt að útiloka beitingu hugtaksins skaðabótaábyrgð ríkisins gagnvart öðrum rétthöfum en einstaklingum og aðil- um í atvinnurekstri. Hugsanlega gæti sambandið haft hug á því að krefjast skaðabóta frá „seku“ aðildarríki. Á sama hátt er það ekki óhugsandi að aðildar- ríki krefði annað aðildarríki um skaðabætur eins og Evrópudómstóllinn vék lítillega að áður en Francovich-málið kom til meðferðar.89 Dæmi um aðstæður þar sem slík ábyrgð gæti komið til álita er þegar tjón hefur orðið vegna ólög- mætra innflutningshafta. Ef erfitt reyndist að reikna út tjón einstakra tjónþola gæti heimaríki þeirra sett fram kröfur á hendur hinu „seka aðildarríki“ eftir diplómatískum leiðum og með þeim hætti náð sama árangri eins og í einkamáli sem rekið væri fyrir dómstóli í því ríki. 88 Verkalýðsfélög myndu að öllum líkindum styðja tryggingu vegna ógreiddra launa; það eru fleiri pakkaferðamenn heldur en umboðsmenn ferðaþjónustu á meðal kjósenda. 89 Mál nr. C-39/72 Framkvœmdastjórnin gegn Ítalíu, 1973, ECR, bls. 101, 11. málsgrein. 369
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.