Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Page 98
fyrsta lið til hliðar, þ.e.a.s. systkini. 2. Ef svarið við spumingu nr. 1 er á þá leið, að
launþegann megi ekki útiloka frá því að fá laun sín greidd, varðar það ríkið skaða-
bótaábyrgð gagnvart launþeganum að hafa ekki, samfara aðild að Samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið, breytt landslögum á þann veg að launþeginn ætti sam-
kvæmt þeim lögbundinn rétt til launagreiðslnanna?
EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti sínu þann
10. desember 1998 varðandi fyrri spuminguna að gerðina sem vísað væri til
yrði að skýra á þann veg að það væri andstætt henni að á íslandi væru í gildi
lagaákvæði sem útilokuðu launþega, sem er systkini eiganda 40% hlutafjár í
gjaldþrota fyrirtæki sem launþeginn vann hjá, frá þeirri greiðsluábyrgð sem
mælt er fyrir um í 3. gr. tilskipunarinnar vegna skyldleika.
Hvað varðar seinni spurninguna var það álit EFTA-dómstólsins að skaða-
bótaábyrgð ríkja, vegna vanefnda á skuldbindingum sem EES-samningurinn
leggur þeim á herðar, væri hluti af meginreglum EES-samningsins. Dómstóll-
inn benti í rökstuðningi sínum á að engin ákvæði EES-löggjafar kveði skýrt á
um skaðabótaábyrgð ríkja vegna ólögmætrar framkvæmdar eða innleiðingar á
tilskipun. Því þurfi að komast að niðurstöðu um hvort slíka ábyrgð geti leitt af
yfirlýstum tilgangi og lagalegri uppbyggingu EES-samningsins.
EFTA-dómstóllinn vísaði síðan til gildissviðs EES-samningsins og til mark-
miða hans varðandi einsleitni og samræmi svo og aðferða við að ná þessum
markmiðum. Hann benti einnig á að ákvæðum EES-samningsins væri að miklu
leyti ætlað að fela í sér ávinning fyrir einstaklinga og atvinnurekendur á
Evrópska efnahagssvæðinu. Niðurstaða dómstólsins var sú að EES-samningur-
inn væri alþjóðlegur samningur, sérstaks eðlis, sem fæli í sér sérstakt og
sjálfstætt réttarkerfi og að gildissvið hans og markmið væru langt umfram það
sem venjulega tíðkast í þjóðaréttarsamningum. Dómstóllinn vísaði að lokum til
3. gr. EES-samningsins þar sem samningsaðilum er gert að gera allar viðeigandi
almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær
skuldbindingar sem af samningnum leiðir. EFTA-dómstóllinn setti fram þrjú
skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis í tilviki eins og þessu:
í fyrsta lagi verði það að felast í tilskipun að einstaklingur öðlist tiltekin réttindi
samkvæmt henni. I öðru lagi verði að vera um nægilega alvarlega vanrækslu á
skuldbindingum ríkisins að ræða. í þriðja lagi verði að vera orsakasamband milli
vanrækslu ríkisins á skuldbindingum sínum og þess tjóns sem tjónþoli verður fyrir.
EFTA-dómstóllinn komst síðan að þeirri niðurstöðu, með tilvísun í dómafram-
kvæmd dómstóls EB, að fyrsta skilyrðinu virtist vera fullnægt. Dómstóllinn veitti
hins vegar takmarkaða ráðgjöf varðandi seinni tvö skilyrðin en lét í megindráttum
innlendum dómstólum það eftir að ákvarða hvort þeim væri fullnægt.
Dómur EFTA-dómstólsins var umdeildur og af ýmsum mikið gagnrýndur.
Því var haldið fram að reglan um skaðabótaábyrgð ríkis væri byggð á megin-
reglum löggjafar Evrópubandalaganna, eins og reglan um bein réttaráhrif og
unt forgang bandalagslaga, og að þessi regla væri ekki hluti af EES-samn-
392