Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 98

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 98
fyrsta lið til hliðar, þ.e.a.s. systkini. 2. Ef svarið við spumingu nr. 1 er á þá leið, að launþegann megi ekki útiloka frá því að fá laun sín greidd, varðar það ríkið skaða- bótaábyrgð gagnvart launþeganum að hafa ekki, samfara aðild að Samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, breytt landslögum á þann veg að launþeginn ætti sam- kvæmt þeim lögbundinn rétt til launagreiðslnanna? EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti sínu þann 10. desember 1998 varðandi fyrri spuminguna að gerðina sem vísað væri til yrði að skýra á þann veg að það væri andstætt henni að á íslandi væru í gildi lagaákvæði sem útilokuðu launþega, sem er systkini eiganda 40% hlutafjár í gjaldþrota fyrirtæki sem launþeginn vann hjá, frá þeirri greiðsluábyrgð sem mælt er fyrir um í 3. gr. tilskipunarinnar vegna skyldleika. Hvað varðar seinni spurninguna var það álit EFTA-dómstólsins að skaða- bótaábyrgð ríkja, vegna vanefnda á skuldbindingum sem EES-samningurinn leggur þeim á herðar, væri hluti af meginreglum EES-samningsins. Dómstóll- inn benti í rökstuðningi sínum á að engin ákvæði EES-löggjafar kveði skýrt á um skaðabótaábyrgð ríkja vegna ólögmætrar framkvæmdar eða innleiðingar á tilskipun. Því þurfi að komast að niðurstöðu um hvort slíka ábyrgð geti leitt af yfirlýstum tilgangi og lagalegri uppbyggingu EES-samningsins. EFTA-dómstóllinn vísaði síðan til gildissviðs EES-samningsins og til mark- miða hans varðandi einsleitni og samræmi svo og aðferða við að ná þessum markmiðum. Hann benti einnig á að ákvæðum EES-samningsins væri að miklu leyti ætlað að fela í sér ávinning fyrir einstaklinga og atvinnurekendur á Evrópska efnahagssvæðinu. Niðurstaða dómstólsins var sú að EES-samningur- inn væri alþjóðlegur samningur, sérstaks eðlis, sem fæli í sér sérstakt og sjálfstætt réttarkerfi og að gildissvið hans og markmið væru langt umfram það sem venjulega tíðkast í þjóðaréttarsamningum. Dómstóllinn vísaði að lokum til 3. gr. EES-samningsins þar sem samningsaðilum er gert að gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningnum leiðir. EFTA-dómstóllinn setti fram þrjú skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð ríkis í tilviki eins og þessu: í fyrsta lagi verði það að felast í tilskipun að einstaklingur öðlist tiltekin réttindi samkvæmt henni. I öðru lagi verði að vera um nægilega alvarlega vanrækslu á skuldbindingum ríkisins að ræða. í þriðja lagi verði að vera orsakasamband milli vanrækslu ríkisins á skuldbindingum sínum og þess tjóns sem tjónþoli verður fyrir. EFTA-dómstóllinn komst síðan að þeirri niðurstöðu, með tilvísun í dómafram- kvæmd dómstóls EB, að fyrsta skilyrðinu virtist vera fullnægt. Dómstóllinn veitti hins vegar takmarkaða ráðgjöf varðandi seinni tvö skilyrðin en lét í megindráttum innlendum dómstólum það eftir að ákvarða hvort þeim væri fullnægt. Dómur EFTA-dómstólsins var umdeildur og af ýmsum mikið gagnrýndur. Því var haldið fram að reglan um skaðabótaábyrgð ríkis væri byggð á megin- reglum löggjafar Evrópubandalaganna, eins og reglan um bein réttaráhrif og unt forgang bandalagslaga, og að þessi regla væri ekki hluti af EES-samn- 392
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.