Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 99

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Síða 99
ingnum. Þessi umræða fjallar um þýðingarmikil lögfræðileg grundvallaratriði og vekur eðlilega spurningar af stjómskipulegum toga. Því biðu þeir sem láta sig bæði stjómmál og réttarfar einhverju varða með óþreyju eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og síðar Hæstaréttar. Hvað varðar fyrstu spuminguna vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur í dómi sínum frá 18. mars 1999 til rökstuðnings EFTA-dómstólsins og komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar sam- kvæmt EES-samningnum að aðlaga íslenska löggjöf þannig að einstaklingar nytu réttar síns samkvæmt tilskipuninni. í dómi Héraðsdóms er að finna setn- ingar eins og: „... Eins og fram kemur í hinu ráðgefandi áliti telur EFTA-dóm- stóllinn ...“ og „... Með skýringar EFTA-dómstólsins í huga ...“. Varðandi aðra spuminguna, þ.e. um skaðabótaábyrgð ríkisins, tók Héraðs- dómur Reykjavíkur til umfjöllunar þá málsástæðu sem fram kom í málflutningi íslenska ríkisins, að skaðabótaábyrgð ríkis vegna ólögmætrar framkvæmdar á tilskipun fæli í sér framsal á löggjafarvaldi. í því sambandi vísaði dómstóllinn til bókunar 35 við EES-samninginn þar sem kveðið er á um að samningsaðila sé ekki gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. I forsendum héraðsdóms er að finna hugleiðingar um að það sé umdeilanlegt hvort EES-samningurinn feli í sér framsal löggjafarvalds eða ekki. Það breyti þó ekki því að samkvæmt 6. gr. EES-samningsins beri að túlka ákvæði hans í samræmi við úrskurði dómstóls Evrópubandalaganna, sem máli skipta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Dómstóllinn vísaði þá til úrskurðar dómstóls Evrópubandalaganna í Francovich-málinu, sem fjallaði um skaðabótaábyrgð ríkis, svo og til markmiðsins um samræmda túlkun og beitingu samningsins. Þetta leiddi til þeirrar niðurstöðu að í þessu máli yrði að taka tillit til dóma- framkvæmdar Evrópudómstólsins. Dómstóllinn lagði því næst mat á skilyrðin þrjú fyrir skaðabótaábyrgð ríkis sem sett voru fram í áliti EFTA-dómstólsins og komst að þeirri niðurstöðu að þeim væri öllum fullnægt og að íslenska ríkinu bæri að greiða Erlu Maríu skaðabætur.24 Hæstiréttur fór nokkuð aðra leið en héraðsdómur í röksemdafærslu sinni þótt niðurstaðan yrði sú sama. Dóminn skipuðu fimm dómarar og voru fjórir þeirra sammála um niðurstöðuna. Þegar borin er saman niðurstaða héraðsdóms og Hæstaréttar er rétt að hafa í huga að héraðsdómur kvað upp sinn dóm 18. mars 1999, eða 18 mánuðum áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Fagtúns- málinu. 24 í dómi héraðsdóms er að finna vangaveltur um eðli þeirrar reglu sem veitti Erlu Maríu rétt til skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins. Þar segir m.a.: „Vel má vera að það hafi og verið skoðun íslenska ríkisins að lögin væru í fullu samræmi við tilskipunina, en niðurstaða dómsins sem fengin hefur verið er hins vegar sú að svo sé ekki. Um er að ræða einfaldan og auðskilinn lagatexta. Mátti vera tiltölulega auðvelt að sjá að samkvæmt honum var ákveðinn hópur launþega, sem naut réttar samkvæmt tilskipun EBE, útilokaður frá greiðslum úr ábyrgðasjóði launa. Hvort heldur er um lögvillu að ræða eða það gáleysi að skoða ekki íslensk lög svo rækilega að rétt niðurstaða yrði fundin þá er álit dómsins að báðar ástæðumar séu, eins og hér háttar, í raun alvarlegt gáleysi, sem leiði hvor um sig til þess að skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi að þessu leyti“. 393
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.