Tímarit lögfræðinga - 01.10.2004, Side 143
lags um eftirlit og lausn deilumála sem gert er ráð fyrir í EES-samningnum. Leit
ESA svo á að 3. og 7. gr. bókunarinnar sem á reyndi í þessu máli ættu undir
valdsvið dómstólsins.
I máli framkvcemdastjórnarinnar kom aftur á móti fram að hafna bæri
þeirri túlkun á a-lið 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins að fiskur sé ekki vara sem
heyri undir almennar reglur um frjálsan flutning. Þótt fiskur félli ekki undir II.
hluta EES-samningsins leiddi það af 20. gr. að sérstakar reglur giltu um fisk. Þá
taldi framkvæmdastjómin að túlka bæri a-lið 2. gr. og 119. gr. EES-samningsins
og 34. gr. stofnanasamningsins svo að EFTA-dómstóllinn væri bær til að veita
ráðgefandi álit um túlkun á bókun 9 EES. Virðist mat framkvæmdastjómarinnar
á valdbæmi EFTA-dómstólsins til að gefa ráðgefandi álit um bókun 9 EES
nokkuð annað en mat stofnunarinnar á bærni ESA til að fjalla um ríkisstyrki á
grundvelli bókunar 9 EES í málinu nr. E-2/94 Scottish Salmon. Þar studdi fram-
kvæmdastjómin rök ESA fyrir því að stofnunin væri ekki bær til að fjalla um
ríkisstyrki í sjávarútvegi.
Hvað valdbæmi ESA snertir má benda á að í riti Stefáns Más Stefánssonar
prófessors um Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eru viðruð
sjónarmið með og á móti því að ESA hafi heimildir til að túlka bókun 9 EES.54
Telur hann að það geti verið eðlilegt að skýra almenn ákvæði EES-samningsins
og stofnanasamningsins þar sem fjallað er um hlutverk ESA svo, að ESA hafi
vald til að fylgjast með því hvort reglum bókunar 9 EES sé fullnægt. Hann tekur
þó fram að huga verði að því hvort bókunin sjálf hafi að geyma einhverjar
undantekningar frá þessari reglu. Bendir hann í því sambandi á 6. gr. bókunar-
innar sem hann segir hugsanlegt að túlka svo að öll ágreiningsefni eigi undir
sameiginlegu EES-nefndina. Sú niðurstaða sé þó ekki augljós þar sem ákvæðið
útiloki ekki rannsóknar- og ákvörðunarheimildir ESA eða framkvæmdastjómar-
innar, þ.á m. á sviði ríkisstyrkja. T. Blanchet o.fl. komast að svipaðri niðurstöðu
um hlutverk ESA vegna ríkisstyrkja í sjávarútvegi. Telja þau, enda þótt ekki séu
fyrir hendi neinar málsmeðferðarreglur vegna ríkisstyrkja í sjávarútvegi, að ESA
geti farið fram á að fá upplýsingar um ríkisstyrki á þessu sviði og geti jafnframt
gripið til viðeigandi ráðstafana ef nauðsyn krefur.55 Þrátt fyrir þetta virðast þau
þó álíta að úrræði sem gripið verði til vegna samkeppnishindrana, sbr. 2. og 3.
mgr. 4. gr. bókunar 9 EES, séu þó eingöngu í höndum aðildarríkjanna.56
íslenska og norska ríkið sem og ESA hafa samkvæmt framansögðu öll
tekið þá afstöðu að túlka beri 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins svo að fiskur falli
ekki undir almennt gildissvið hans. Af málflutningi framkvæmdastjómarinnar
sýnist hins vegar mega ráða annan skilning á 3. mgr. 8. gr. EES-samningsins.
Má í því sambandi nefna að upp hefur komið ágreiningur utan réttarins milli
framkvæmdastjómarinnar annars vegar og Islands og Noregs hins vegar um
54 Sjá Stefán Már Stefánsson, sbr. neðanmálsgrein 34, bls. 817-818 og bls. 820.
55 Sjá Theresa Blanchet o.fl.: The Agreement on the European Economic Area (EEA), A guide
to the free Movement of Goods and Competition Rules. Clarendon Press, Oxford, 1984, bls. 243.
56 Sjá Theresa Blanchet o.fl.. sbr. neðanmálsgrein 55, bls. 180.
437