Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 6
2
Ýmislegt gæti verið að athuga við væntanlegar kosn-
ingar til bnnaðarþingsins. Það er eitt fyrir sig mjög svo
æskilegt, að allir þrir stjórnendur félagsins eigi sæti á bún-
aðarþingiuu og haii þar atkvæðisrétt. Eins og til hagar
verða þeir að vera búsettir í Reykjavík og verða þá vart
kosnir af amtsráðuuum, en eiga kosningu sína- undir aðal-
fundi, sem vonandi tekur þá líka tillit til þess. Amtsráðin
verða og að tryggja sér það sem bezt, að fulltrúarnir geti
og vilji sækja þingið. A svo fámenuri samkomu ætti helzt
engan að vanta. Á þiuginu 1901 var enginn maður bú-
settur í Vesturamtiuu. J?að er mjög fjarri mér að amast
við þvi, að amtmaðurinn fyrir sunnan og vestan var fulltrúi
Vesturamtsins á þinginu, eg tel enda heppilegt og nauðsynlegt
að báðir amtmenn vorir sitji búnaðarþingin áfram nú um
sinn, samvinnan milli Búuaðarfélagsins og amtsráðanna er
svo mikil og margbrotin, en hitt finst mér liggja öllu nær
að amtmennirnir séu fulltrúar úr þeim héruðum, jiar sem
þeir eru búsettir, svo að þingið géti sótt tveir menn bú-
settir í hvorum fjórðungnum austan og vestau.
Á búnaðarþinginu síðasta gat helminguriun talist til
landbænda, en reyndar eigi nema einn maður, sem hefir
landbúnað að aðalatvinnuvegi. Sennilegt er að þar fjölgi
bændum, en eigi er vert að metast um slíkt að svo stöddu.
Annað skiftir meiru máli og það er fundartíminn. Eftir
lögum félagsins skal búuaðarþing lialdið annaðhvort ár,
þegar alþiugi er haldið. Þó að lögin, sem betur fer, segi
eigi beinliuis að búnaðarþingið sé haldið samhliða alþingi,
þá mun þó vera búist við því ferðakostnaðarins vegna. Lög-
in kveða beint á um það, að hann megi eigi greiða úr fólags-
sjóði. Með þessu er ömtunum gefið uudirfótinn aðkjósa al-
þingismenn fyrir fulltrúa á búnaðarþingið, og er það í sjálfu
sér ekki nema gott, gætu þeir rekið fulltrúastörfin samtímis
og þingmenskuna. Á búnaðarþinginu í sumar sem leið
var það fullreynt og víst viðurkent af öllum, að frágangs-
sök væri að iialda búnaðarþingið um sjálfan alþingistimann.
Þiugmenu flestir eru svo ofhlaðnir störfum hiun stutta þing-