Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 177
169
háu verði bæði i Khöfn, Þýzkalandi og Lundúnum; pundið á
2—4 kr. í stórsölu.
Eg hefi ekki haft tækifæri til að kynna mér hvernig
reyking á laxi á að fara fram, til þess að hann geti náð
sem hæstu verði, en eg hefi heyrt að reykingiu sé talsvert
vandasöm, og að einir (Juniperus) sé notaður til eldneytis.
£>ó að laxveiði vor ekki sé mikil — eftir seiuustu skýrslu
frá 1899 var útflutt 18,775 pd. — þá finst mér full ástæða
til, að laxbændur vorir og laxkaupmenn athugi þetta náu-
ara, þar sem verð á söltuðum lax (eftir sömu skýrslu) er
að eius 51 eyrir fyrir pundið. — Reyktur lax hefir þauu
stóra kost, að hanu er hægt að senda óskemdan á hvaða
markað, sem vera skal.
Niðursuðu á lax vil eg ekki ráða til, euda hefir hún
verið reynd hór, án mikils árangurs.
Verðið á nefndum fisktegundum er, eins og þegar er
drepið á, eftir skýrslum frá fiskmarkaði Glasgowborgar, og
nær yfir máuuðina marz til nóvember (að lax undanskild-
um), sem einmitt er sá tími árs, er vér getum gjört ráð
fyrir að hafa ferskan fi.sk á boðstólum.
Verðlagið á fiski er á öllu Bretlandi hér um bil hið
sama, eu eg álít að Glasgow-markaðuriuu sé sá bezti fyrir
oss, bæði af þvi að hann er mjög stór, og svo at' þvi að
flutningurinn frá Leith til Glasgow er stuttur og kostnað-
arlitill.
Náttúrlega getur verðið á fiski breyzt nokkuð frá ári
til árs, en vanalega mun það þó ekki vera mjög mikið.
Til frekari skýriugar á því, sem þegar hefir verið sagt
um flutning á fsvörðum fiski, vil eg taka það fram, að það
er mjög áríðandi, að geta flutt hann i sérstökum lestarrúm-
um, því á þaun hátt bráðnar ísinn, sem fiskurinn er varinn
með miklu minna en ella, og fiskinum er því minua liætt
við að skemmast. Orsökin til þessa er, að ef að eins fs-
varðar vörur eru fluttar í sama lestarrúmi, þarf að eins lít-
ið af ís i hverjum kassa að bráðua, til þess að rúmið kólni
svo mikið, bráðuunin nær því hætti. Með þessu móti