Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 57
53
sprottið af hinni göinlu skoðun „að alt sé bezt, sem fjarst
er“ læt eg ósagt. Hitt leyndi sér ekki, að jarðabætur voru
sumstaðar gjörðar af litilli útsjón og enn minni vaudvirkni
En það sást ekki livort þessar laldegu jarðabætur áttu ætt
sína að rekja, enda var eigi eftir því grafist. Annars mun
það koma fram í þessu, sem svo mörgu öðru, að það er
mest um vert, hvernig maðurinn er, en liitt gjörir minna,
hvar hann hefir numið. Sjálfsagt muu óhætt að kannast
við það, að búnaðarskólaruir séu að ýmsu leyti ólíkir og
enda misjafnir, en liver þeirra er bestur eða lakastur, er
eigi rannsakað. Það er heldur ekki tilgangur minn hér að
gjöra tilraun til að leysa þá spuruingu; en eigi muu þess
ólíklega til getið, að „í öllum löndum só pottur brotinn".
Alt fram að síðustu áruin hefir fremur lítið verið unn-
ið að jarðarbótum, nema að eins af einstöku mönnum, og
hefir þeirra verið getið hér að framan. Það hefir verið
sagt, að áhugi á jarðabótum væri mjög af skornum skamti
á Austurlandi, og jafnvel mikið minui en annarsstaðar hér
á landi. Hveruig það hefir verið, skal eg ekkert um segja,
en hitt er vist, að nú er almennur áhugi vaknaður til þess
að gjöra jarðabætur, og inna þær svo af heudi að gagn
geti orðið að þeim. Hvar sera eg kom og hvern sem eg
hitti, þá varð eg ávalt var hins sama áhuga og vilja til að
gjöra eitthvað að því að bæta jörðina. Um ekkert varð
mönnum tiðræddara en jarðabætur, og eg gleymi ekki þeim
áhuga, er lýsti sér i viðræðum þeim, er þeir áttu við mig
um búnað og búskap. Héraðsmenn og Múlsýslungar yfir
höfuð, eru eftir því, sem mér virtist, kappsamir og áhuga*
miklir i flestu. Þegar þeir eru orðnir sanufærðir um gagn-
semi eins eður annars, þá brestur þá ekki áhugaun, oggjöra
þá alt, sem þeim er unt til þess að fá því framgengt, sem
þeim er áhugamál. Umbætur þær, er þar hafa orðið, bæði
í húsagjörð og fleiru, bendir einmitt i þessa átt. Fyrir því
þykist eg þess fullviss, að þó Múlsýslungar hafi byrjað
seinna á jarðabótum en annarststaðar hefir átt sér stað, þá
verði þess skamt að bíða, að þeir komist vel á veg og nái