Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 165
157
Af ástæðum þeim, sem þegar er drepið á, er mér fúll-
ljóst, að markaður sá, er vér eigum að grundvalla framtíð-
arsauðfjárrækt vora á, er og verður á Bretlaudi, og að liin
bezta aðferð til að nota þannan markað, er að slátra fénu
hér og senda kjötið ferskt eða kœlt. Hvor þessara aðferða
verður i reyndinni bezt, get eg enn ekkert fullyrt um. Það
verður fyrst liægt, þegar búið er að gjöra ítarlegar tilraunir
í því efni. Hvor þessara aðferða sem notuð verður, eru
auk góðra slátrunarhúsa, liraðskreið skip, sem ganga beint
millum helztu hafna Islands og Bretlands, nauðsynleg. Eg
kynti mér þetta atriði svo vel, sem eg gat þegar eg var á
Bretlandi í vetur, og leitaði ráða fjölda manua i því efni,
sem kunnugir eru kjötflutningum og kjötverzluu. Svörin
voru mismuuandi, en flestiþá átt, að vér mundum geta flutt
kjötið ferskt, einkanlega eftir að i'arið væri að líða á haust-
ið og kólna í veðri. Sérstaklega met eg mikils álit laud-
búnaðarkonsúlents Daua í Hamborg, hr. J. Arup, í því efni.
Hann hefir séð um allan útflutning á kjöti f'rá Danmörku
til Englands og Þj'zkalands i seinustu 15—20 ár og þekkir
kjötmarkaðinn og flutning á kjöti betur en nokkur annar
maður á Norðurlöndum. Hans álit er, að engiu liætta sé fyrir
oss að senda kjötið i ókældum skipum, ef slátrunin i'ari
fram í góðum slátrunarhúsum, og meðalhitinn hér, þegar að
slátrað er, er ekki yfir 6—8° C., og tíminn frá því slátrað
er, og þangað til kjötið er komið á markaðiuu, ekki lengri
en 7 — 9 dagar. Þessurá skilyrðum getum vór hæglega full-
nægt. Hitinn er vanalega á haustmánnðuuum talsvert und-
ir þvi, sem hér er gjört ráð fyrir, og flutningurinn frá því
að fónu er slátrað, og þangað til kjötið er komið á markað-
ittn, þarf ekki að taka meira enn 7 daga; 2 daga til að
skipa kjötinu um borð, 4 daga ferðin til Skotlauds og 1
dag til þess að senda kjötið frá lendingarstaðnum til sölu-
staðarins, sem alt er vel í lagt. Eftir minni meiningu væri
þó vissara að hafa kælivél í skipinu sem hægt væri að
nota ef þurfa þætti, og þaunig útbúið skip þurfum vór að
hafa hvort sem er, sem eg muu seinna tala urn uánara.