Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 246
238
þar, sem auðvelt er að passa þau. Félagið borgar svo
þeim, er geymir nautin, hæíilega þóknun fyrir geymslu og
hagagöngu. Þetta er því auðveldara sem kúm er óvíða
lialdið að sumrinu, en látnar bera fyrri hluta vetrar eða
um miðjan vetur, sem einmitt er það rétta, því með sæmi-
legu fóðri mjólka kýrnar mest með þvi móti. — Þótt
að í eiustökum tilfellum yrði nauðsynlegt að hafa kynbóta-
naut inni þá 3—4 mánuði, sem nautpeningur er úti, þá er
það ekki stór aukakostnaður, sem á þann hátt legst á hverja
kú, sem það er notað til.
Bezt er að hafa hring í miðsnesinu á kynbótanautun-
um til þess að leiða þau á. Á þann hátt verða þau miklu
auðsveipari og þægilegri í meðferð en ella. Að leiða göm-
ul naut á múl getur verið allerfitt sérstaklega ef þau eru
eykin.
9. gr. Hvað hátt árstillagið á að vera fer eftir því
hvað meun geta komið sér saman um, minua en 1 kr. get-
ur það þó naumast verið.
Það væri æskilegt að þurfa ekki að brúka élagsnaut-
in nema til þeirra kúa, sem ætti að ala undan. En af því
naumast mundi hægt að nota hvert naut fyrir stærra svæði
þó það væri gjört, þar sem svo langt er á millum bæjanna
og svo fáar kýr á bæ sem hjá oss, þá yrði nautstollurinn
fyrir kynbótanautin að vera svo afar hár, ef þeirri reglu
væri íylgt. Eg álít þvi rétt, eftir þeim ástæðum sem nú eru
fyrir heudi, að nota kynbótanautiu til allra kúa á félags-
svæðinu, því með því móti getur nautstollurinn verið tiltölu-
lega lágur, og félagsmenn þurfa ekki að sjá sér fyrir öðr-
um nautum, sem Jieir annars þyrftu. Þó getur komið fyrir
að svo mikil aðsókn sé að einhverju kynbótanauti að nauð-
syn só að takmarka notkun þess, og verður stjórniu þá að
sjá um að völ só á nautkálfi til kúa þeirra, sem ekki á að
ala undan. Eftir að kynbótanautin eru orðiu full þroskuð
(4—5 ára eða þar yfir) eru þau vanalega orðin of stór og
sver, til að brúka þau fyrir fyrstakálfs kvígur. Til þeirra
má hinsvegar nota óvalda nautkálfa, þar sem ekki ætti að