Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 193
185
misst mikið af næringargildi sínu. Svo setja menu eins á
þetta síðslegna hey eins og snemmslegið væri. Til þess að
færa mönnum heim sanninn um það, hve óhyggilegt þetta
er, væri nauðsynlegt að taka sýnishorn til rannsóknar af
söinu plöntutegundinni snemma sumars og að áliðnu sumri.
Með því móti yrði hægt að sýna með tölum, live miklu meira virði
hvert pund af snemmslegnu lieyi væri en af síðslegnu heyi
sömu tegundar. Sumir sjá i það, að kaup er nokkuð hærra
framan af sumri, og taka því ekki kaupafólk fyrri en á líður.
En við samanburð á síðsleguu og snemmslegnu heyi mundi
það koma í ljós, að það borgaði sig vel, að gjalda talsvert
hærra kaup fyrri hluta sláttarins.
Enn er eitt ótalið, sem fóðurjurtarauusóknirnar ættu að
Upplýsa nánar, en hin praktiska reynsla er fær um. — Allir
vita að mikill munur er á heyi, sem þornar fijótt og vel, og
því, sem hrekst lengur eða skernur. Engu að síður skeyta
menn oft lítið um það, þó hey rigni hálfþurt, að minsta
kosti láta það döggfalla nótt eftir nótt, heldur en að fanga
það eða verja það á annan hátt. Ef það væri nú sýut og
sannað með efuaraunsókuum, að svo miklu leyti, sem það er
hægt, hve inikið heyið léti sig við það, að döggfalla hálfþurt
eða rigna, ef það væri sýnt með tölum, hve miklu það mun-
aði á hverjum heyhestiuum, er ég nokkurn veginu viss um,
að menn færu alment að láta sér annara uin meðferð og
þurkun heysins en nú.— Akveðnar tölur hafa margfalt meira
sönuunar-og sannfæriugargi]di,enó]jósar áætlanir og órökstudd-
ar fullyrðingar.'
Eg hefi nú í fám orðum sýut fram á nauðsyn fóður-
jurtaranusókna fyrir landbúnað vorn, og bent á, hvernig
þeim eigi að haga og hvert þær eigi að stefua. Eg þarf
ekki að taka það fram, það mun hverjum mauni auðsætt,
að rannsóknir þessar eru ekkert áhlaupaverk. Eigi þær
að verða að nokkru verulegu liði, þarf að halda þeim áfram
um mörg ár, ekki sizt ef að eius eiun maður fæst við þær
í hjáverkum. En ég vona að það, sem óg hefi gjört i þessa
átt og býst við að gjöra, verði að minsta kosti byrjun til