Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 64
60
notuð til ostagjörðar á ostabúum. Æruar, sem fært verður
frá, verða þá hafðar í seli, frá mörgum bæjum í sam-
einingu, og þar fer ostagjörðiu fram. Breytingiu, sem hér
er getið, er því eigi annað en eðlilegur undirbúningur undir
þann tíma, þegar ostagjörðiu kemst á fót, og það vonum
vér allir, að verði áður mörg ár líða. Að byrja nú á því
að færa ekki frá og fjölga kúnum, hefir það í för með sér,
að heimilin geta verið án sauðamjólkuriuuar þegar sá tíini
kemur, en því mun naumast svo háttað nú; sizt alment.
Sjá því allir, að þessi breyting, sem hér er gjört ráð fyrir,
að hætta fráfærum, miðar að því að gjöra mönnum auð-
veldara, að færa sér í nyt ostagjörðina þegar á heuni verð-
ur byrjað.
Enn svo er nú á það að líta, að ef hætt er að færa
frá, ærnar látnar ganga með dilkurn, þá verður féð vænna,
og tekur fyr út þroska. Þó er eigi hollt að láta dilkaua
ganga lengi undir mæðrunum fram eftir haustinu. Ætti því
að taka þá undan um göngur, og halda þeim aðskildum frá
ánum. Enn er þess að gæta, að ef ekki er fært frá, þá .
má hleypa seinna til að vetrinum. Ærnar bera þá seinua
að vorinu, en það hefir tölverða þýðingu, eigi sizt á úti-
beitarjörðum, og einkum þegar vorhart er. Vera má, að
þeir séu nokkurir, sem eigi eru mér samdóma um þetta,
en margir af þeim, er eg átti tal við, þessu viðvíkjaudi,
tjáðu sig líkrar skoðunar. Mér hefir, ef til vill ekki tekist
að færa þau rök fyrir míuu máli, er uægja þyki, eða skýra
svo, að öllum sé það ljóst. En þess ber þó jafnframt að
gæta, að tilgangur minn er að eins sá, að benda á, hvað
eg álít betur megi fara, með sem fæstum orðum, til at.hug-
uuar, en eigi sú, að skrifa ianga ritgjörð um þetta efni.
Það, sem hór hefir verið tekið frain, og eg legg áherzlu
á, er þetta, aö fénu só eigi fækkað, aö hætt verði að færa
frá, aÖ kúnum só fjölgað, aÖ túniu sóu girt, sléttuð og auk-
in, og aö áburðurinn sá betur hirtur og notaður en verið
hefir, Það er þetta, sein eg tel, að búnað og búskap í