Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 94
86
meira en svo, að hver bóndi ætti að geta annazt nm Imð á
sinni jörð.
JÞað mundi meira verða gjört til þess að varna skemd-
um af völdum náttúrunnar, ef slik verk mætti telja fram
með öðrum jarðabótastörfum, sem verðlaunuð eru af lands-
sjóði. Ef þingið tekur ekki nýja ákvörðun um þetta, þá
mun þó samt inega heimfæra viðgjörð á bðkkum og mold-
arbörðum undir þúfnasléttun, og þá mundu bændur gjöra
meira að þvi, að varna þess konar skemdum.
Landsveitinni er mest hætta búin af þessum tveim öld-
um, Tjörfastaða og Stúruvalla, og jafnvel þeirri þriðju, sem
er inn af Skarði. Þessar öldur þarf að græða, fyrst með
tveimur eða þremur görðum og svo með sáningu eða gróð-
ursetningu. Það er ekki auðvelt að gjöra áætlun um, live
mikið þetta verk mundi kosta, og það er heldur ekki nauð-
synlegt að hlaða meira en tvo garða á hverri öldu fyrsta
árið, ef svo kynni að fara að ekki þyrfti fleiri. Eg gjöri
ráð fyrir grjótgörðum þar, af þvi að grfót er þar ekki langt
að sækja. Líklegt er, að íýrir 600—800 kr. mætti vinna
svo mikið, að öldurnar vrðu ekki skaðlegar.
Það hefir verið siður í Landsveit og víðar hór á landi
að rífa úr sandbörðum rætur af melgresi, þar sem það vex,
og hafa þær i reiðinga en nú hefir verið gerð samþykt í
Eangárvallasýslu um friðun á skógi og mel, svo frainvegis
verður melnum ekki eytt á þann hátt í þeirri sýslu. Suinir
eru byrjaðir á því, að búa til reiðinga úr heyi, og má vel
nota það í staðinn fyrir meljurnar gömlu.
Ritaö i júli 1901.
Einar Helgason.
Sandfokið í Sauðlauksdal.
Suður frá Patreksfirði, inuarlega, geugur dalur allmikill,
sem nefndur er Sauðlauksdalur, í honum er einn bær og
ber hann nafn af dalnum. Bærinn, Sauðlauksdalur, stendur