Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 60
56
t.aðinu. Á Út-Héraði er aftur á móti víða gott mótak. Það-
an ættu rijótsdælir og Skógamenu að fá sér mó til elds-
neytis, og flytja hann að sér að vetrinum i góðu færi.
Sauðataðið gætu þeir þá notað til áburðar. Túnræktin og
liirðing áburðarins stendur í óaðskiljanlegu sambandi hvort
við annað. Eigi túu eða töðuræktinui að fara fram, túnin
að stækka og taðau að aukast, þá verður um leið og eigi
siður að auka áburðinn og liirða hanu sem bezt. Þetta
verða bændur uð hafa hugfast.
Garðyrkja i Múlasýslunum er almeut litil, og víða eigi
nema að nafninu. Einna mest kveður að henni í Fljótsdul
og Breiðdal, og svo á einstöku bæjum hingað og þangað.
Sáðreitir eru víða illa valdir og óhaganlega settir. Á Aust-
urlandi ættu matjurtagarðarnir helzt að liggja móti suðvestri
og suðri eftir því sem á stendur og eigi i bratta. Það sem
mór að öðru leyti virtist einkum ábótavant i garðræktiuui
var þetta: Sáðreitirnir illa hirtir, vantaði áburð, arfinn ekki
reittur nógu oft eða nógu vel, of þétt sett niður eða sáð o.
s. frv. Sumstaðar virtist mér eiunig oi' grunt sáð, sérstak-
lega kálfræi. — I sambandi við þetta, sem hér er sagt, vil
eg leyfa mér að benda mönnum á' að lesa og hagnýta sór
rit Garðyrkjufólagsins og eigi síst hina ljósu litgjörð Einars
Helgasonar garðyrkjuinauns í síðasta riti Garðyrkjufélagsins.
Mjólkurbú eru engin í Múlasýslunum, enda mun óviða
jafu erfitt afstöðu með stofnun þeirra sein þar, vegua strjál-
bygðar. Það er að eins á örfáuin stöðuin, eins og nú hag-
ar til, að því yrði komið við að setja þau á fót. --1 Breið-
dal gætu bændur sameinað sig og komið upp rjómabúi, þótt
nokkuð langt sé milli bæja. Sömuleiðis gæti verið mjólkur
eða rjómabú í fljótsdal. Þar gætu saineinað sig um eitt bú
bæirnir milli Bessastaðaár og Hengifossár, ásaint Skriðu-
ldaustri, Valþjófsstað og Hrafukelsstöðum. Eunfremur mætti
auðveldlega koina á fót rjómabúi í Vopnafirðinuin á Fjalla-
síðubæjunum ásamt Krossavik. Eru þar einir 10 búendur
sem gætu náð saman og myndað eitt félag í þessu efni. Þá
mætti, ef viljinn væri góður, setja eitt á stofn á Völlunum,