Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 156
148
I. Markaður fyrir lifandi sauðfénað og sauðfjárafurðir.
Eins og þegar er drepið á, liöfum vér í seinustu 30 ár
haft markað fyrir lifandi sauðfónað á Bretlandi. Þessi
markaður gafst lengi fremur vel, þrátt fyrir liiua mörgu
annmarka, sem loðað hafa við hann, og fór stöðugt vaxandi,
þangað t.il að lögin frá 8. des. 1896 gengu í gildi, er bönn-
uðu iunflutning lifandi búpenings til Bretlands. Arið 1896
var selt til Bretlands frá Islandi yfir 60,000 sauðfjár, að
meðaltali fyrir 13,40 kr. kindiu, Síðau 1896 hafa verið seld-
ar rúml. 20,000 á ári, og meðalverðið var eftir seinustu
skýrslu (1899) að eins 12,30 kr., þrátt fyrir það, að síðan
1896 hefir að eins verið sent það vænsta úr fénu. Aðal
orsökin til þessa verðfalls er, að fyrir 1896 var fóð, sem
eftir dómi Englendinga er að eins hálffeitt, keypt af brezk-
um bændum þegar það kom héðan, og fitað svo sein tveggja-
mánaða tíma áður eu það var selt til slátrunar. Siðan
1896 er féð þar á móti strax og það kemur, látið
í sóttvarnarkviar, og verður að slátrast iunan 10 daga
frá komu þess.
Ókostirnir við þennau markað eru bæði margir og stór-
ir. í fyrsta lagi ganga 2—3 vikur i flutninginn frá
þvi fóð fer að hoiman og þangað t.il því er slátrað, og all-
an þaun tíina hefir það meira eða minna lélegt fóður og að-
hlynningu, og hlýtur því að léttast, mikið. I öðru lagi
hvilir öll áhættan við flutninginn á bændum, sem er afar-
mikil, eins og dæmin þegar hafa sýnt., og auðveldlega gæti
svo farið, að heilir farmar af sauðfé töpuðust alveg, með því
að vátrygging er ekki hægt að fá með viðunandi kjörum.
I þrið ja lagi er kostnaðurinn við flutninginn svo stór, að
hann nemur að meðaltali hér um bil 6 kr. á kind, og með
því að að eins kjöt.ið og gæran af kindinni er nokkurs virði
á Bretlandi, verður það hór um bil 15 aura kostnaður, sem
legst á hvert pund kjöts f vænni veturgamalli kiud. Eyrir
eldri sauði og vænar geldar ær verður flutniugskostnaður-
inn tiltölulega minui, en þess ber að gæta, að á ílestum