Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 158
160
sem auðveldust. Slátrunin fer fram á þann hátt að kindin
er bundin sauðbandi (svo að ekki þurfi sérstakau mann
til að halda henni); því næst er hún lögð á til þess gjört
rimlaborð, hér um bil 20” hátt, og stungin eða skorin á
háls. Eftir að hún er dauð er höfuð og fætur teknar af og
losað um skiunið á kviðnum o. s. frv., síðau er tekið innan
úr í gálga. Nýrnamörinn á að láta óhreyfðann nema haun
sé mikill, en nýrun eru tekin burt. „Aftur úr“ er ekki skor-
ið, en bringan skorin sundur eftir endilöngu, svo að blóðið
eigi hægra með að renna úr kropnum. Mjög áríðandi er,
að bandvefslagið undir húðinni hvorki skaðist uó óhreinkist.
Eftir að slátrunin er fullgjörð, er kroppurinn hengdur í aun-
an enda hússins — eða í áfast hús við hliðina - þar, sem
er góður vindsúgur.
Aðferðir við flutning (og gevmslu) á kjöti eru aðallega
fimm, sein sé, kjötið er flutt: ‘ferskt, kælt, f'reðið, salt-
að og niðursoðið. Eg skal strax taka það fram, aðhin-
ar tvær seinast uefndu aðferðir við flutning á kjöti eru á
seinni tímum mjög lítið notaðar. Hverja af hinum þrem
fyrst nefndu aðferðum ber að nota, fer eftir ástæðum, sér-
staklega eftir vegalengdinni, sem kjötið þarf að senda til
markaðsins.
Eg hafði sórlega gott tækifæri til að athuga flutning á
kjöti frá ýmsum löndum, þegar eg var i Lundúnum i vetur,
þvi eins ogkunnugt er, er Luudúuaborg miðpunktur kjöt-
markaðs heimsins.
Eg vil hér stuttlega tala um hverja af hinum ofan-
nefndu aðferðum.
1. Ftutningur á 'fernku kjöti. JÞetta er hin bezta
aðferð við flutning á kjöti þar sem henni verður viðkomið,
bæði af jiví, að kostnaðurinn við flutniuginn er tiltölulega
litill, og svo af Joví að kjötið, meðhöndlað á þann hátt,
vanalega nær hæstu verði.
1) Possi nöfn eru valin af handa liófi til liægðarauka. Ann-
ars höfum vór ekkert nafn vfir jrnð, sem eg kalla hór ferskt, kælt
og freðið kjöt aunað en nýtt eða forskt kjöt,