Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 42
38
ur og hefir búið þar i 2 ár, en á þessum tveim árum hefir
hann uunið mikið að jarðahótum og enda meir en vænta mátti,
þegar þess er gætt, að hann er fátækur frumbýlingur. Með-
al annars hefir hann komið upp nátthaga, girt hann, húið
til nýja sáðreiti og girt þá að nokkuru. Siðastliðið vor slótt-
aði hann 400 Q faðma og annað eins i fyrra. £>egar eg
kvaddi hann, óskaði eg honurn góðs gengis, en sagði um
leið: „Haldið áfram eins og þér hafið byrjað, en farið þó
varlega11. I Hingmúla er garðyrkja í góðu lagi, eftir ])vi
sem gjörist i Múlasýslunum, enda vex þar í flestum árum
vel í görðunum. A Þorvaldsstöðum býr hrejipstjóri Beni-
dikt Eyjólfsson, formaður búnaðarfélags Skriðdælinga, og
einn með beztu bændunum þar í dalnum. Hann beiir hin
síðustu árin, sléttað töluvert i túninu, og er að græða það
út. Þar eru húsakynui mjög góð, hæði bæjarhús og fénað-
arhús.
Erá Þorvaldsstöðum í Skriðdal fór eg að Hallormsstað.
Björgvin Vigfússon, kand. jur. og umboðsinaður, fræddi
mig um margt, er að búnaði lýtur á Héraði. Hann
fór með mér um allan Hallormsstaðaskóg, som er
einhver stórvaxnasti skógur landsins. Ýtailega skýrslu
um þennan skóg, hefir garðyrkjum. Einar Helgason ritað í
„Búuaðarritið11 1901 bls. 76—80. J?á lcom eg að Ifafursá
og Mjóanesi. A þeira jörðum báðum er búið ljómandi vel.
Sigurður Einarsson á Hafursá er búhöldur í fremstu röð,
og liefir setið jörð sina vel. Nafni hans í Mjóanesi cr ung-
ur bóndi, en gætinn vel og liklegur til maundáða, euda fer
búskapur hans vel á stað og myndarlega.
Eftir að hafa lieimsótt þá, er hér hofir verið get.ið, fór
eg upp í Fljótsdal, að Valþjófsstað og Skriðuklaustri. —■
Fljótsdalur er fögur sveit og geðsleg. JÞar er fjárrækt mikil,
og landkostir góðir. Bændur eiga þar margt fé, flestir 300
—500 fjár. Eéð er vænt og gjörir víða gott gagn. Túu-
rækt er þar að því leyti í góðu lagi, að túniu eru vel liirt
en að öðru leyti er þeim lítið gjört til góða. Undantekn-
ingar eru þó frá þessu, og verður þeirra minst, — Eu anuars