Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 175
167
að tilfæra meðalverðið á ferskum fiski, af nokkrum af hin-
um algengustu tegundum. Þá, sein kunna að óska nánari
upplýsinga vil eg biðja að snúa sór munnlega eða bréfloga
til mín.
Heilagfiski. Ferskt heilagfiski er jafnan í háu verði á
erlenda markaðinum, þó verðið sé mjög mismunandi eftir
því hvað mikið berzt að honum. Breski fiskmarkaður-
inn er sá stærsti og án efa sá, er vér eigum að nota fyrir
allar vorar fisktegundir, er vér sendum ferskar, meðal ann-
ars af því, að vegalengdin er styzt, og samgöngurnar hezt-
ar við Skotland. — Meðalverðið á fersku heilagfiski á fiski-
markaði Glasgow-borgar var seiuasta ár, frá því fyrst í marz
og þangað til seint í nóvember1 — þegar vikuskýrslurnar
eru lagðar til grundvailar — 24—41 eyrir fyrir danskt,
pund. Lægsta verð var 10 og hæsta verð 65 aurar, alt
miðað við stórsölu. Á þetta legst auðvitað kostnaður við
flutningmu og sölulaun, sem eru 3—5°/0.
Bezt er að flytja lúðurnar í kössum, sein taka 100—
200 pd. Þegar búið.er að slægja þær, eru þær lagðar nið-
ur í kassann, og inulinn is í millum, og ofan á, og undir.
Lúður, sein vigta 20—40 pd. eru í hæsta verði (inest gefið
fyrir pundið), mjög stórar lúður eru borgaðar miklu lakara. Á-
ríðandi er að lúðurnar séu nýjar og óskemdar—ekki marð-
ar — þegar þær eru lagðar í kassana, og að flutningurinn
til markaðsins taki svo stuttan tíma, sem mögulegt er.
Koli. Ferskur koli er einuig í mjög háu verði. Bezt
er að senda kolann í flötum kössum, sein rúina kringum 90
pd. Áður en kolinn er lagður niður í kassann eru innýflin
tekin burt, og liann síðan lagður í lög með muldum ís á
millum. Meðalverðið var reikuað fyrir sama tima og á sama
hátt og heilagfiskið, á Glasgow fiskmarkaðuum 0,33—0,41 kr.
1) Vorðið á liinum ýmsu fisktogundum er reyknað oftir mark-
aðsskýrslum i The Fiak Trailes Gazatte og The Scota Commercial
Becord.