Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 147
139
Skýrsla
til Búnaðarfélags íslands. fyrir árið 1901.
Samkvæmt beiðni sýslumannsins i Grullbnngu- og
Kjósarsýslu, fól Búnaðarfólagið mér að taka út og meta til
dagsverka liinar svo nefndu landssjóðs — jarðabætur í Gull-
bringusýslu. Eg lagði á stað í þessa ferð 22. jan., ogi'ram-
kvæmdi úttektina dagana næstu á eftir. Agrip af skýrslu
um þessar jarðabætur er prentuð í Búnaðarritinu 1901, (bls.
181—18G).
Þessu næst fór eg upp að Hvanueyri, 19. febrúar, til
þess að líta eftir kenslunni í mjólkurmeðferð, o. s. frv. í
þeirri ferð mætti eg á aðalfuudi búnaðarfélags Kjósarhrepps,
og hélt þar fyrirlestur um mjólkurbú og meðferð mjólkur.
Eftir beiðui bóndans í Lauganesi fór eg þaugað 9. marz, til
þess að skoða og gefa bendiugar um verndun túnsins þar
og endurbætur þess.
Eftir ósk landsstjórnarinnar var mér falið að ferðast
austur í Árnessýslu, til þess að skoða og gera uppástuugur
um, hvað tiltækilegast mundi að gjöra til verndar og við-
halds brautinni frá Eyrarbakka upp Breiðumýri. Sérstak-
lega átti eg að athuga, hvað gjört yrði til þess cð verja
liana skemdum af vatnságaugi, og gjöra áætlun um kostn-
aðinn við það. Eg lagði á stað í þessa ferð 9. apríl, og
kom aftur 20. s. m. Skýrslur um þessa ferð, og tillögur
mínar, hef eg sent landsstjórninni, og tek eg frara í henni,
hvað gjöra þurfi, og hvað það muni kosta. Aðal tillögur
mínar eru þær, aÖ skurðina, er liggja frá brautinni vest-
ur, þurfi að eudurbæta, aö rennurnar meðfram henni, séu
breikkaðar og gjörðar dýpri, og aÖ þar sem brautin erlægst
sé hlaðið garði á skurðbakkanu, austan við brautiua. Kostn-
aðurinu við þetta, er eftir minni áætluu, 2595 kr.
í söinu ferð mældi eg fyrir sjógarði á Stokkseyri, frá
því á móts við Rauðarhól og út að Hraunsá. Þessa mæl-
ingu gjörði eg eftir beiðni þeirra, Jóns Jónassonar falctors
og Ólal’s Áruasouar kaupmaus á Stokkseyri. - - Eyrir nokkr-