Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 114
106
Búnaðarkenslu-breytingartillaga.
Eft.ir Björn Bjarnarson í 'Gröí'.
Skólamálin hafa lengi verið og eru enn, allra naestu
vandamál. Svo er það hjá þeim þjóðum, sem miklu eru
lengra á mentaveginum koinnar en vér Isleudingar. Og
þótt skólar hafi verið stofuaðir og íyrirkomulagið komið á
fastan fót og þótt viðunaulegt um nokkurt skoið, hefir það,
þegar fram liðu stundir, komið í ljós, að tyrirkomulagið hefir
ekki samsvarað mentunarkröfum þjóðauna.
í þessu, sem öðru, eru menn sífelt að læra og skoðan-
irnar að breytast. Þar sem t. d. til skams tíma hefir
þótt nauðsynlegt að gjora lærliugum námsgreinalærdóminn
að skyldu og viðhafa strangau aga á skóluuum, þá mun nú
um það bil að sigra sú stefna, að alt nám eigi að vera
sem frjálsast, nemendur að læra af lyst, eftir hvers eins
hæfi, en ekki af hlýðni, leitt sem ljúft. Sainkvæmt þessari
frumreglu lítur nú út fyrir að öllu skólafyrirkomulagi verði
smásamau breytt. Og engin sýnileg ástæða er til annars
en að ætla, að þetta fyrii'komulag verði langgæðast, sam-
rýmist bezt mannseðlinu.
Bændaskóla- eða landbúnaðarskóla-fyrirkomulagið liefir
verið sömu forlögum háð, bæði hjá oss og öðrum þjóðum,
eins og fyrirkomulag annara skóla. Skoðanirnar um það
hafa verið mjög skiftar og á reiki hjá nágrannaþjóðum vor-
um, og eru það enn hjá oss. Breytingin í þá átt, að nálg-
ast hina áminstu írumreglu, or að komast eða komin á, hjá
grannþjóðunum, en vór komum væntanlega á eftir eins og
vant er og eðlilegt; einungis að vér eigi verðum mjög langt
á eftir, út' þessu, í því, sem vér getum eða ættum að geta
nokkurnveginn fylgst með, eins og í þessu efni.
iPótt bændaskólafyrirkomulagið hjá oss só kunnugt,
verð eg að leyfa mér að fara um það nokkurum orðum, til
ljósari samanburðar við það, er síðar skal á minst.