Búnaðarrit - 01.01.1902, Blaðsíða 34
30
anna ér 4—6 fet og þar undir. Jafnframt birkinu vex þar
ýmiskonar lyng og gráviðir. Vegna brattans mætti þar
ekki höggva nema að eins mjög lítið.
í Reykjarfiröi er kjarrið gisnara, lágvaxnara og víðáttu
minna en i Fossfirði, eu talsvert er þar af fjalldrapa og
lyngi-
Inn úr TrostansfirOi skerast tveir dalir, Hunndalur og
Norðdalur. í báðum þeim dölum er allmikill skógur, við-
áttan meiri en annarstaðar í Suðurfjörðum, mun hún vera
svipuð og í Mórudal. í Norðdal er skógurinn stærri og
fallegri eu í Sunndal, beztur í dalbotninum og í svokölluðum
Hvanntóm, hæð hríslnauna 7—8 fet. Bjóður nokkur, eink-
um neðan til. Höggva" mætti að ósekju nokkuð i skógin-
um ef að eins væri grisjað þar sem þéttast er í lægðum, en
ekki rjóðurfelt neinstaðar. Þar er talsvert af nýgræðingi
bæði af fræi og rótaröngum og sumstaðar varð eg var við
að greinarnar skutu rótum þar sem þær lágu meðfram
jörðunni niður í mosauum. Lítið er hér af víði, en upp á
fjalliuu er víðilauf, sem slegið er, en jiar er ekkert birki.
Utan í fellinu, milli dalanna, er mjög litið kjarr.
í Geirþjófsfiröi, þar sem nefndur er Langibotn er all
víðáttumikið skógarkjarr, hæst 4—5 fet. Mestur hluti
þess lieyrir til bænum Botni. Utar í firðinum að norðan-
verðu, i Krosseyrarlandi, er dálítið kjarr.
Á þessu yfirliti sést að Barðastrandarsýsla er all-auðug
af skógarkjarri þótt alt saman só það lágvaxið, hávaxnast
um 9 fet og óvíða svo hátt, það hefur hingað til átt við
svipuð forlög að búa og aðrir skógar liér á landi, en nú
orðið er ekki sóst eftir jjví nema til eldsneytis Jjví raft-
skógur er þar hvergi til lengur. Það er í ráði að koma
jjar á samþyktum um friðun á skógi og væntanlega kemst
það til framkvæmda innan skams; það er líka hið allra
hel/.ta nauðsynjamál fyrir framtíð landbúuaðarins í sýslunni
að skógarkjarrið fái svo góða meðferð að það haldist við og
dafui, því landið er hrjóstugt, en birkið er sú plöututeguud